Einar Andri: Ekki sjálfgefið að við verðum betri en við erum núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2016 21:59 Einar Andri og strákarnir hans eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar eftir níu umferðir. vísir/anton Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45