Í dagbók sem hún hélt allan tímann lýsir hún því hve niðurlægðri henni leið og hversu örvæntingarfull hún var orðin þegar vegabréfið var tekið af henni og hún var föst í Las Vegas. Henni var m.a. sagt að ef megrunin sem hún var skikkuð í yrði til þess að brjóstin hyrfu, væri eigandi keppninnar tilbúinn að borga undir hana sílíkonaðgerð.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var ítarlegt viðtal við fegurðardrottninguna Örnu Ýr sem sjá má hér að neðan.
Hættir á toppnum
Arna fór ekki í keppnina á vegum UngfrúÍsland heldur sænsks umboðsmanns sem fylgdi henni þangað.
„Þessi umboðsmaður heitir Peter og hann er búinn að senda fullt af stelpum í mörg ár frá Íslandi í keppnir hingað og þangað. Hann sendi mig út vegna þess að hann vissi að ég gæti staðið mig vel. Ef ég stend mig vel þá fær hann fullt af peningum. Þess vegna vildi hann ekki vera mikið að hjálpa mér eftir að ég hætti í keppninni. Hann var að búast við því að fá fullt af peningum fyrir gengi mitt í keppninni,“ segir Arna
Var búið að vara þig við þessum manni?
„Það var búið að vara mig við því að hann færi svolítið „risky“í kringum konur og að maður þyrfti strax að leggja línurnar hvernig samstarfiðætti að vera. Hann á það til að vaða yfir konur“
Arna segir að nú sé hún hætt allri þáttöku í fegurðarsamkeppnum. Upplifun síðustu daga hafi verið kornið sem fyllti mælinn.
„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið.“