Sjúkraþjálfun bætir líf aldraðra Unnur Pétursdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Það er gríðarlega mikilvægt að eldri borgarar hafi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun og almennri endurhæfingu. Í upphafi árs féllu á fundi Samtaka Atvinnulífsins þau orð að „á sama tíma er öldruðum að fjölga ört sem kallar á endurskoðun heilbrigðiskerfisins“. Besta leiðin til að bregðast við fjölgun aldraðra er að stuðla að því að þeir haldi heilbrigði sínu, hreysti og atgervi sem allra lengst. Rétt er að benda á að meðferð sjúkraþjálfara, þjálfun og æfingar er engu minni meðferð við mörgum þeim kvillum sem hrjá aldraða en lyf. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun og hreyfing hefur umtalsverð jákvæð áhrif á líkamlega færni og andlega líðan eldra fólks og því hefur verið haldið fram að væri til lyf sem hefði jafn breiðvirk meðferðaráhrif og þjálfun væri það kallað kraftaverkalyf. Rannsóknir hafa sýnt að aldraðir sem njóta þjálfunar eru mun líklegri til að geta verið heima lengur, ekki síst ef þeir í framhaldi fá þjónustu sjúkraþjálfara heim. Sjúkraþjálfun á hjúkrunarheimilum er ekki síður mikilvæg. Sýnt hefur verið fram á að byltuvarnir spara háar fjárhæðir og þjálfun sem gerir öldruðum einstaklingi kleift að vera sjálfbjarga á salerni í stað þess að þurfa aðstoð 1 – 2 aðstoðarmanna getur ekki annað en verið sparnaður, að ógleymdum þeim auknu lífsgæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparnaður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freistandi fyrir aðþrengda framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila að spara eyrinn með því að skera niður þjónustu sjúkraþjálfunar. Sú staðreynd að með því sé krónunni hent er gert að seinni tíma vandamáli. Sé ráðamönnum alvara í því að bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er gríðarlega mikilvægt að eldri borgarar hafi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun og almennri endurhæfingu. Í upphafi árs féllu á fundi Samtaka Atvinnulífsins þau orð að „á sama tíma er öldruðum að fjölga ört sem kallar á endurskoðun heilbrigðiskerfisins“. Besta leiðin til að bregðast við fjölgun aldraðra er að stuðla að því að þeir haldi heilbrigði sínu, hreysti og atgervi sem allra lengst. Rétt er að benda á að meðferð sjúkraþjálfara, þjálfun og æfingar er engu minni meðferð við mörgum þeim kvillum sem hrjá aldraða en lyf. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun og hreyfing hefur umtalsverð jákvæð áhrif á líkamlega færni og andlega líðan eldra fólks og því hefur verið haldið fram að væri til lyf sem hefði jafn breiðvirk meðferðaráhrif og þjálfun væri það kallað kraftaverkalyf. Rannsóknir hafa sýnt að aldraðir sem njóta þjálfunar eru mun líklegri til að geta verið heima lengur, ekki síst ef þeir í framhaldi fá þjónustu sjúkraþjálfara heim. Sjúkraþjálfun á hjúkrunarheimilum er ekki síður mikilvæg. Sýnt hefur verið fram á að byltuvarnir spara háar fjárhæðir og þjálfun sem gerir öldruðum einstaklingi kleift að vera sjálfbjarga á salerni í stað þess að þurfa aðstoð 1 – 2 aðstoðarmanna getur ekki annað en verið sparnaður, að ógleymdum þeim auknu lífsgæðum sem slíkt felur í sér. Þessi sparnaður kemur hins vegar ekki fram á fyrsta degi og er því freistandi fyrir aðþrengda framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila að spara eyrinn með því að skera niður þjónustu sjúkraþjálfunar. Sú staðreynd að með því sé krónunni hent er gert að seinni tíma vandamáli. Sé ráðamönnum alvara í því að bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun