„Það voru átök við að ná passanum aftur" Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2016 07:44 "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir. Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning, sem staðið hefur í ströngu við að endurheimta vegabréf sitt frá eigendum fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, er komin með vegabréfið í hendurnar og flýgur til Íslands í kvöld. Eigendurnir fóru fram á 3000 dollara, eða um 350 þúsund krónur, í staðinn fyrir passann. „Það voru átök við að ná passanum aftur. Þurftum tvo öryggisverði og lögreglan var næstum komin á svæðið,“ segir Arna Ýr á Snapchat-reikningi sínum, þar sem hún hefur leyft fólki að fylgjast með gangi mála. „Þeir voru tæknilega séð að hóta mér með því að segja ef þú borgar 3000 dollara færðu vegabréfið þitt,“ segir hún og bætir við að öryggisverðirnir hafi komið mönnunum í skilning um að þeir mættu ekki halda vegabréfinu hennar. Þá segist hún aldrei ætla að greiða eigendunum peninginn en er afar fegin að vera loks komin með passann og að leiðindin séu á enda. „Allt þetta brjálæði er loksins á enda. Ég hef aldrei verið jafn stressuð og liðið jafn illa í lífinu mínu,“ segir Arna Ýr, sem er full tilhlökkunar að komast loks heim. „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr. Tengdar fréttir Eigendur fegurðarsamkeppninnar með vegabréf Örnu Ýrar: „Ef þeir reyna eitthvað meira mun ég jarða keppnina“ Eigendur Miss Grand International eru með vegabréfið og neita að láta hana fá það nema með skilyrðum. 24. október 2016 23:32 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning, sem staðið hefur í ströngu við að endurheimta vegabréf sitt frá eigendum fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, er komin með vegabréfið í hendurnar og flýgur til Íslands í kvöld. Eigendurnir fóru fram á 3000 dollara, eða um 350 þúsund krónur, í staðinn fyrir passann. „Það voru átök við að ná passanum aftur. Þurftum tvo öryggisverði og lögreglan var næstum komin á svæðið,“ segir Arna Ýr á Snapchat-reikningi sínum, þar sem hún hefur leyft fólki að fylgjast með gangi mála. „Þeir voru tæknilega séð að hóta mér með því að segja ef þú borgar 3000 dollara færðu vegabréfið þitt,“ segir hún og bætir við að öryggisverðirnir hafi komið mönnunum í skilning um að þeir mættu ekki halda vegabréfinu hennar. Þá segist hún aldrei ætla að greiða eigendunum peninginn en er afar fegin að vera loks komin með passann og að leiðindin séu á enda. „Allt þetta brjálæði er loksins á enda. Ég hef aldrei verið jafn stressuð og liðið jafn illa í lífinu mínu,“ segir Arna Ýr, sem er full tilhlökkunar að komast loks heim. „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr.
Tengdar fréttir Eigendur fegurðarsamkeppninnar með vegabréf Örnu Ýrar: „Ef þeir reyna eitthvað meira mun ég jarða keppnina“ Eigendur Miss Grand International eru með vegabréfið og neita að láta hana fá það nema með skilyrðum. 24. október 2016 23:32 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Eigendur fegurðarsamkeppninnar með vegabréf Örnu Ýrar: „Ef þeir reyna eitthvað meira mun ég jarða keppnina“ Eigendur Miss Grand International eru með vegabréfið og neita að láta hana fá það nema með skilyrðum. 24. október 2016 23:32
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09