Fékk óblíðar móttökur í heimkomunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 07:00 Brock Osweiler heyrði oft lítið fyrir baulinu í áhorfendum. Vísir/Getty Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016 NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira