Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2016 14:12 Verjendur sakborninga í Aurum-málinu. Vísir/GVA Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. Þetta kom fram í vitnisburði Guðrúnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð Aurum-málsins fer nú fram þar. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.„Líttu í spegil maður“ Fyrir dómi í dag kom fram að Guðrún myndi lítið eftir lánveitingunni sem ákært er fyrir í málinu. Þannig mundi hún ekki hvaða afstöðu hún hafði til lánveitingarinnar til FS38 en lánið var samþykkt á milli funda áhættunefndar af þeim Lárusi, Magnúsi Arnar og Rósant Má Torfasyni, sem hefur reyndar neitað að hafa samþykkt lánveitinguna. Þó er það svo í fundargerð áhættunefndar sem staðfesti lánveitinguna að þar eru þessir þrír sagðir hafa samþykkt lánið milli funda, en engin önnur gögn sýna samþykki þremenninganna fyrir láninu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Guðrúnu út í ummæli sem hún á að hafa látið falla á fundi áhættunefndar sumarið 2008. Voru þau eitthvað á þessa leið: „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust og við þurfum að fjármagna þetta.“ Guðrún kvaðst aðspurð muna eftir þessum ummælum sínum en gat ekki munað í hvaða samhengi hún hefði sagt þau eða á hvaða fundi áhættunefndar það hefði verið.„Alveg grautfúlt“ Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði hana nánar út í ummælin og hvort það væri líklegt að hún hefði látið þau falla í samhengi við sölurétt gagnvart Jóni Ásgeiri og Gaumi, eins og gefið er til kynna í töluvpóstum á milli tveggja starfsmanna Glitnis í kjölfar fundarins. Taldi Guðrún það líklegt. Saksóknari bar nokkuð af því sem Guðrún hafði sagt hjá lögreglu undir hana þar sem hún mundi ekki eftir miklu fyrir dómi í dag og vildi saksóknari reyna að ná fram samræmi í framburði þá og nú. Óttar gerði athugasemdir við þetta og þegar hann spurði Guðrúnu spurði hann hvort að það hefði verið þrúgandi að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. „Mér fannst það í það minnsta ekki þægilegt frekar en að sitja hér,“ svaraði Guðrún. Hún tók síðan fram að hún væri enn með stöðu sakbornings í einu máli sem væri til rannsóknar og spurði Óttar hvað henni fyndist um það. „Mér finnst það alveg grautfúlt,“ svaraði Guðrún. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. Þetta kom fram í vitnisburði Guðrúnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð Aurum-málsins fer nú fram þar. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.„Líttu í spegil maður“ Fyrir dómi í dag kom fram að Guðrún myndi lítið eftir lánveitingunni sem ákært er fyrir í málinu. Þannig mundi hún ekki hvaða afstöðu hún hafði til lánveitingarinnar til FS38 en lánið var samþykkt á milli funda áhættunefndar af þeim Lárusi, Magnúsi Arnar og Rósant Má Torfasyni, sem hefur reyndar neitað að hafa samþykkt lánveitinguna. Þó er það svo í fundargerð áhættunefndar sem staðfesti lánveitinguna að þar eru þessir þrír sagðir hafa samþykkt lánið milli funda, en engin önnur gögn sýna samþykki þremenninganna fyrir láninu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Guðrúnu út í ummæli sem hún á að hafa látið falla á fundi áhættunefndar sumarið 2008. Voru þau eitthvað á þessa leið: „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust og við þurfum að fjármagna þetta.“ Guðrún kvaðst aðspurð muna eftir þessum ummælum sínum en gat ekki munað í hvaða samhengi hún hefði sagt þau eða á hvaða fundi áhættunefndar það hefði verið.„Alveg grautfúlt“ Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði hana nánar út í ummælin og hvort það væri líklegt að hún hefði látið þau falla í samhengi við sölurétt gagnvart Jóni Ásgeiri og Gaumi, eins og gefið er til kynna í töluvpóstum á milli tveggja starfsmanna Glitnis í kjölfar fundarins. Taldi Guðrún það líklegt. Saksóknari bar nokkuð af því sem Guðrún hafði sagt hjá lögreglu undir hana þar sem hún mundi ekki eftir miklu fyrir dómi í dag og vildi saksóknari reyna að ná fram samræmi í framburði þá og nú. Óttar gerði athugasemdir við þetta og þegar hann spurði Guðrúnu spurði hann hvort að það hefði verið þrúgandi að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. „Mér fannst það í það minnsta ekki þægilegt frekar en að sitja hér,“ svaraði Guðrún. Hún tók síðan fram að hún væri enn með stöðu sakbornings í einu máli sem væri til rannsóknar og spurði Óttar hvað henni fyndist um það. „Mér finnst það alveg grautfúlt,“ svaraði Guðrún.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28