Sport

Öll lið búin að tapa og sögulegt jafntefli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sam Bradford, leikstjórnandi Vikings, var í veseni í gær.
Sam Bradford, leikstjórnandi Vikings, var í veseni í gær. vísir/getty
Gærdagurinn var heldur betur líflegur í NFL-deildinni en eftir stendur að ekkert lið er nú ósigrað í deildinni.

Minnesota Vikings var eina taplausa liðið fyrir helgina en liðið fékk á baukinn gegn Philadelphia Eagles.

Sá fáheyrði atburður átti sér einnig stað að það varð jafntefli í deildinni. Það kom í leik Arizona og Seattle í nótt. Það var ekki bara að liðin gerðu jafntefli heldur gerðu liðin 6-6 jafntefli sem er ævintýralega lélegt.

Sparkarar beggja liða klikkuðu í framlengingunni. Þetta er lægsta stigaskor í framlengdum leik í sögu NFL-deildarinnar. Þetta er líka næstlélegasta stigaskor frá upphafi í sunnudagskvöldleiknum.

New England heldur áfram að gera það gott og vann sannfærandi í Pittsburgh. Það munaði þó um það hjá Steelers að leikstjórnandinn Ben Roethlisberger gat ekki leikið vegna meiðsla.

Atlanta tapaði í jöfnum leik aðra vikuna í röð og að þessu sinni kastaði liðið nánast frá sér sigri gegn San Diego í frábærum leik.

Úrslit:

LA Rams-NY Giants  10-17

Cincinnati-Cleveland  31-17

Detroit-Washington  20-17

Jacksonville-Oakland  16-33

Kansas City-New Orleans  27-21

Miami-Buffalo  28-25

NY Jets-Baltimore  24-16

Philadelphia-Minnesota  21-10

Tennessee-Indianapolis  26-34

Atlanta-San Diego  30-33

San Francisco-Tampa Bay  17-34

Pittsburgh-New England  16-27

Arizona-Seattle  6-6

Í nótt:

Denver - Houston

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×