Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Ritstjórn skrifar 24. október 2016 09:00 Met Gala er ein stærsta tískusamkoma ársins. Mynd/Getty Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað. Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Verst klæddu stjörnurnar á AMA hátíðinni Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour
Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað.
Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Verst klæddu stjörnurnar á AMA hátíðinni Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour