Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2016 21:11 „Ég vonaði akkúrat innilega að fólk sæi í gegnum þetta,“ sagði fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir við stjórnendur útvarpsþáttarins Þrjár í fötu á FM957 í kvöld þar sem þær ræddu ákvörðun Örnu Ýrar að taka ekki þátt í Miss Grand International í Las Vegas. Eigendur keppninnar höfðu sagt henni að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greindi frá því og sagðist ekki ætla að taka þátt ef eigendurnir myndu ekki draga það til baka. Síðar steig hún fram og sagði að um misskilning hefði verið að ræða en dró það til baka og sagðist hafa verið neydd af eigendum keppninnar til að segja það.Gáfu 40 þúsund dollara vinning til kynna Nú er hún hætt við þátttöku í keppninni og var henni hrósað innilega af þáttastjórnendum Þriggja í fötu en Arna Ýr greindi frá því í þættinum að eigendur keppninnar hefðu reynt að fá hana aftur í keppnina.Arna sagðist hafa verið afar þakklát því að fólk hefði séð í gegnum þetta Snapchat hennar og skynjað að ekki væri allt með felldu.„Og fara að segja að þau hafi verið að segja þetta því að ég hafi átt að vinna og gæti fengið 40 þúsund dollara (Um 4,5 milljónir íslenskra króna) og allt þannig. Ég tek ekki þátt, sama hversu mikla peninga þau myndu bjóða mér, ég færi aldrei aftur.“Fólk skynjaði að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur höfðu á orði að þeir hefðu fundið fyrir því að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr birti yfirlýsingu á Snapchat þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða. Sögðu þáttastjórnendur að þær hefðu jafnvel skynjað að verið væri að kúga Örnu til að segja þetta. Arna sagðist hafa verið afar þakklát því að fólk hefði séð í gegnum þetta Snapchat hennar og skynjað að ekki væri allt með felldu. „Þetta var ekki ég og ég skammaðist mín eftir að hafa sagt þetta en það var ekkert annað í stöðunni á þessum mómenti og stundum þarf maður að gera það sem maður þarf að gera.“Eigandinn stóð fyrir framan hana með hún tók upp Snapchat-ið Þegar Arna Ýr tók upp skilaboðin um misskilningin stóð eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri fyrir framan hana en Arna sagði þau hafa misst stjórn á skapi sínu eftir að Arna hafði greint frá því að hún hefði verið beðin um að grenna sig. Hún sagði þau hafa sagt sér að hún væri búin að eyðileggja orðstír keppninnar og hún yrði að koma til móts við þau með nýrri yfirlýsingu. Arna gerði það, leið illa og hugsaði með sér að hún myndi ekki taka þátt því þetta væru ömurlegar aðstæður sem hún væri komin í.Vildi borga farið til Íslands svo hún hætti keppni Það var á þessu auganbliki sem íslensk kona hafði samband við hana. Konan þekkti ekki Örnu Ýr persónulega en sagðist hafa séð á þessum skilaboðum á Snapchat að ekki væri allt með felldu. Hún sagði Örnu að yfirgefa keppnina og að hún vildi bóka flugfar fyrir hana frá Las Vegas til Íslands. „Hún veit ekki hver ég er en var tilbúin að eyða pening til að koma mér heim úr þessu bulli. Um 150 þúsund krónum sem sýnir hversu hjálplegt fólk getur verið, sérstaklega Íslendingar,“ sagði Arna. Hún sagði þetta vera bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. „Ég er bara ofurstoltur Íslendingur.“Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu sem Arna Ýr ritaði um málið í morgun: Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég vonaði akkúrat innilega að fólk sæi í gegnum þetta,“ sagði fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir við stjórnendur útvarpsþáttarins Þrjár í fötu á FM957 í kvöld þar sem þær ræddu ákvörðun Örnu Ýrar að taka ekki þátt í Miss Grand International í Las Vegas. Eigendur keppninnar höfðu sagt henni að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greindi frá því og sagðist ekki ætla að taka þátt ef eigendurnir myndu ekki draga það til baka. Síðar steig hún fram og sagði að um misskilning hefði verið að ræða en dró það til baka og sagðist hafa verið neydd af eigendum keppninnar til að segja það.Gáfu 40 þúsund dollara vinning til kynna Nú er hún hætt við þátttöku í keppninni og var henni hrósað innilega af þáttastjórnendum Þriggja í fötu en Arna Ýr greindi frá því í þættinum að eigendur keppninnar hefðu reynt að fá hana aftur í keppnina.Arna sagðist hafa verið afar þakklát því að fólk hefði séð í gegnum þetta Snapchat hennar og skynjað að ekki væri allt með felldu.„Og fara að segja að þau hafi verið að segja þetta því að ég hafi átt að vinna og gæti fengið 40 þúsund dollara (Um 4,5 milljónir íslenskra króna) og allt þannig. Ég tek ekki þátt, sama hversu mikla peninga þau myndu bjóða mér, ég færi aldrei aftur.“Fólk skynjaði að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur höfðu á orði að þeir hefðu fundið fyrir því að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr birti yfirlýsingu á Snapchat þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða. Sögðu þáttastjórnendur að þær hefðu jafnvel skynjað að verið væri að kúga Örnu til að segja þetta. Arna sagðist hafa verið afar þakklát því að fólk hefði séð í gegnum þetta Snapchat hennar og skynjað að ekki væri allt með felldu. „Þetta var ekki ég og ég skammaðist mín eftir að hafa sagt þetta en það var ekkert annað í stöðunni á þessum mómenti og stundum þarf maður að gera það sem maður þarf að gera.“Eigandinn stóð fyrir framan hana með hún tók upp Snapchat-ið Þegar Arna Ýr tók upp skilaboðin um misskilningin stóð eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri fyrir framan hana en Arna sagði þau hafa misst stjórn á skapi sínu eftir að Arna hafði greint frá því að hún hefði verið beðin um að grenna sig. Hún sagði þau hafa sagt sér að hún væri búin að eyðileggja orðstír keppninnar og hún yrði að koma til móts við þau með nýrri yfirlýsingu. Arna gerði það, leið illa og hugsaði með sér að hún myndi ekki taka þátt því þetta væru ömurlegar aðstæður sem hún væri komin í.Vildi borga farið til Íslands svo hún hætti keppni Það var á þessu auganbliki sem íslensk kona hafði samband við hana. Konan þekkti ekki Örnu Ýr persónulega en sagðist hafa séð á þessum skilaboðum á Snapchat að ekki væri allt með felldu. Hún sagði Örnu að yfirgefa keppnina og að hún vildi bóka flugfar fyrir hana frá Las Vegas til Íslands. „Hún veit ekki hver ég er en var tilbúin að eyða pening til að koma mér heim úr þessu bulli. Um 150 þúsund krónum sem sýnir hversu hjálplegt fólk getur verið, sérstaklega Íslendingar,“ sagði Arna. Hún sagði þetta vera bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. „Ég er bara ofurstoltur Íslendingur.“Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu sem Arna Ýr ritaði um málið í morgun:
Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09