Heilög Sesselja heiðruð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 14:00 Hluti hópsins sem raðar sér á kirkjurnar: Dagný Björk Guðmundsdóttir, Karlotta Dögg Jónasdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Jara Hilmarsdóttir, Hildur Kristín Thorstensen, Salný Vala Óskarsdóttir, Marta Kristín Friðriksdóttir og Sigríður Rósa Snorradóttir. Mynd/Jón Kristinn Cortez Söngvarar þurfa að styrkja þindina og það er eflaust ástæða þess að Marta Kristín Friðriksdóttir er á hlaupum í Skerjafirðinum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún er ein þeirra nemenda Söngskólans í Reykjavík sem á morgun og næsta sunnudag ætla að syngja einsöng eða tvísöng í kirkjum á höfuðborgasvæðinu. Slíkur viðburður hefur verið árlegur frá 1998 og söngurinn er helgaður heilagri Sesselju, verndara tónlistarmanna. Þeir sem verða í Laugarneskirkju í messunni klukkan 11 munu njóta söngs Mörtu. „Ég æfði nokkur lög með organistanum og sagði að hann mætti velja úr þeim með prestinum. Mér finnst bara skemmtilegt að láta koma mér á óvart. Þetta eru allt lög sem ég kann vel,“ segir hún og nefnir Ave Maríu Kaldalóns sem dæmi. Marta er enginn nýgræðingur þegar kemur að kirkjusöng, enda segir hún hann undirstöðuatriði í söngnámi. Hún er í kór hjá Möggu Pálma og fór með honum til Ítalíu og kom meðal annars fram í Péturskirkjunni og Vatíkaninu. Grunnnáminu í söng er lokið hjá Mörtu. Hún tók 8. stig síðasta vor og stefnir til Vínar næsta haust. „Það er draumur flestra sem fást við söng,“ segir hún. „Ég er að undirbúa mig undir inntökuprófið og er á 2. ári í verkfræði en ef ég kemst inn í skólann í Vín ætla ég að setja verkfræðina á pásu og leyfa söngdraumnum aðeins að lifa.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016. Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Söngvarar þurfa að styrkja þindina og það er eflaust ástæða þess að Marta Kristín Friðriksdóttir er á hlaupum í Skerjafirðinum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún er ein þeirra nemenda Söngskólans í Reykjavík sem á morgun og næsta sunnudag ætla að syngja einsöng eða tvísöng í kirkjum á höfuðborgasvæðinu. Slíkur viðburður hefur verið árlegur frá 1998 og söngurinn er helgaður heilagri Sesselju, verndara tónlistarmanna. Þeir sem verða í Laugarneskirkju í messunni klukkan 11 munu njóta söngs Mörtu. „Ég æfði nokkur lög með organistanum og sagði að hann mætti velja úr þeim með prestinum. Mér finnst bara skemmtilegt að láta koma mér á óvart. Þetta eru allt lög sem ég kann vel,“ segir hún og nefnir Ave Maríu Kaldalóns sem dæmi. Marta er enginn nýgræðingur þegar kemur að kirkjusöng, enda segir hún hann undirstöðuatriði í söngnámi. Hún er í kór hjá Möggu Pálma og fór með honum til Ítalíu og kom meðal annars fram í Péturskirkjunni og Vatíkaninu. Grunnnáminu í söng er lokið hjá Mörtu. Hún tók 8. stig síðasta vor og stefnir til Vínar næsta haust. „Það er draumur flestra sem fást við söng,“ segir hún. „Ég er að undirbúa mig undir inntökuprófið og er á 2. ári í verkfræði en ef ég kemst inn í skólann í Vín ætla ég að setja verkfræðina á pásu og leyfa söngdraumnum aðeins að lifa.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016.
Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira