Erlent

71,6 milljónir Bandaríkjamanna sáu kappræðurnar

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og HIllary Clinton.
Donald Trump og HIllary Clinton. Vísir/AFP
Um 71,6 milljónir Bandaríkjamanna sáu þriðju og síðustu sjónvarpskappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton sem fram fóru aðfaranótt fimmtudagsins að íslenskum tíma.

Í frétt New York Times segir að um fimm milljónir fleiri fylgdust því með þessum kappræðunum, samanborið við þær síðustu.

Um 84 milljónir Bandaríkjanna fylgdust með fyrstu kappræðunum.

Þessar þriðju kappræður Trump og Clinton eru nú í þriðja sæti yfir þær kappræður forsetaframbjóðenda sem hafa fengið mest áhorf.

Í öðru sæti eru kappræður Ronald Reagan og Jimmy Carter árið 1980 þar sem 80,6 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×