Viljum við íslenska ísmola en erlent kjöt? Margrét Gísladóttir skrifar 21. október 2016 08:00 Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun