Freyr: Þetta var eins og leikur á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 15:54 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska kvennalandsliðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, bæði að takast á við og spila. Þetta voru frábærar aðstæður til að spila svona leik og langt frá því að vera einhver æfingaleikja-tilfinning í kringum leikinn því umgjörðin hjá kínverska sambandinu var fyrsta flokks,“ sagði Freyr í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins. „Hér voru fullt af áhorfendum með mikil læti og ég fékk þá tilfinningu að þetta væri alvöru leikur. Það er virkilega mikilvægt,“ sagði Freyr. „Varðandi frammistöðuna þá er ég hrikalega ánægður með liðið. Á löngum köflum spiluðum við mjög vel. Við spiluðum vel í vörninni eiginlega allan leikinn en það eru tvö til þrjú atvik sem hefðu getað farið betur,“ sagði Freyr. „Við erum búnar að taka tvær æfingar og tvo fundi fyrir leikinn með þessu nýja leikkerfi og þessum nýju áherslum. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Freyr. „Jafntefli er bara sanngjörn niðurstaða. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þær voru betri í þeim síðari. Þær eiga skot í stöng og slá en við eigum skalla í slá og niður á línu. Sumir sögðu að hann hafi verið inni en aðrir ekki,“ sagði Freyr. „Þetta var fínt jafntefli. Góð frammistaða og gott hugarfar. Ég bað um að liðið myndi skila góðri frammistöðu og það gerði það,“ sagði Freyr. „Ég sagði það við Ása (aðstoðarþjálfara) að ég vonaði að við næðum að gíra okkur upp úr æfingaleikjastemmningunni og fá góða frammistöðu. Það vantaði ekkert upp á það því þetta var eins og leikur á stórmóti,“ sagði Freyr. Það er hægt að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Freyr Alexandersson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska kvennalandsliðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, bæði að takast á við og spila. Þetta voru frábærar aðstæður til að spila svona leik og langt frá því að vera einhver æfingaleikja-tilfinning í kringum leikinn því umgjörðin hjá kínverska sambandinu var fyrsta flokks,“ sagði Freyr í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins. „Hér voru fullt af áhorfendum með mikil læti og ég fékk þá tilfinningu að þetta væri alvöru leikur. Það er virkilega mikilvægt,“ sagði Freyr. „Varðandi frammistöðuna þá er ég hrikalega ánægður með liðið. Á löngum köflum spiluðum við mjög vel. Við spiluðum vel í vörninni eiginlega allan leikinn en það eru tvö til þrjú atvik sem hefðu getað farið betur,“ sagði Freyr. „Við erum búnar að taka tvær æfingar og tvo fundi fyrir leikinn með þessu nýja leikkerfi og þessum nýju áherslum. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Freyr. „Jafntefli er bara sanngjörn niðurstaða. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þær voru betri í þeim síðari. Þær eiga skot í stöng og slá en við eigum skalla í slá og niður á línu. Sumir sögðu að hann hafi verið inni en aðrir ekki,“ sagði Freyr. „Þetta var fínt jafntefli. Góð frammistaða og gott hugarfar. Ég bað um að liðið myndi skila góðri frammistöðu og það gerði það,“ sagði Freyr. „Ég sagði það við Ása (aðstoðarþjálfara) að ég vonaði að við næðum að gíra okkur upp úr æfingaleikjastemmningunni og fá góða frammistöðu. Það vantaði ekkert upp á það því þetta var eins og leikur á stórmóti,“ sagði Freyr. Það er hægt að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34