Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Snæfell 111-82 | Hólmarar enn án sigurs Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 20. október 2016 22:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. vísir/anton Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum