Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-62 | KR-ingar léku á als oddi Árni Jóhannsson í DHL-höllinni skrifar 20. október 2016 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/eyþór Fyrir leik var talið að leikur KR og Grindavíkur yrði stórleikur. Raunin varð allt önnur. KR réði lögum og lofum í 40 mínútur og létu Grindvíkinga líta hrikalega illa út en til marks um það þá skoruðu Grindvíkingar aðeins 20 stig í fyrri hálfleik. Leiknum lauk 87-62 fyrir KR sem sýndi mátt sinn og meginn í allt kvöld, fengu þeir framlag úr öllum áttum á báðum endum vallarins. Stigahæstur var Bryjnjar Þór Björnsson hjá KR með 22 stig en 20 þeirra komu í fyrri hálfleik en heimamenn gátu leyft sér að hvíla hann mikið í þeim seinni.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum en þær má sjá hér að ofan.Afhverju vann KR?Stutta svarið við þessari spurningu er: KR er fjári gott körfuboltalið. Þessi leikur kláraðist nánast í fyrsta leikhluta en eftir hann hafði Grindavík einungis skorað 12 stig en varnarleikur heimamanna var alveg til fyrirmyndar. Sóknarleikur heimamanna var einnig stórgóður en allir leikmenn skiluðu framlagi í kvöld. Brynjar Þór Björnsson fór mikinn í fyrri hálfleiknum og þegar honum var lokði hafði hann skorað 20 stig eða jafnmikið og allt lið Grindavíkur en annar leikhlutir gestanna var afleitur svo ekki sé harðar að orði kveðið.Bestu menn vallarins?Brynjar Þór var áberandi bestur í fyrri hálfleik og setti niður 20 stig sem var tæpur helmingur stiga KR í fyrri hálfleik. Hann fékk góða aðstoð frá Cedrick Bowen sem er að koma betur inn í leik heimamanna en hann sýndi góðan leik þar sem hann frákastaði vel, skoraði í teignum og spilaði afbragðs varnarleik á köflum. Annars var það liðsheild KR sem skilaði þessu en í seinni hálfleik sat Brynjar mikið á bekknum en þá stigu aðrir upp í vörn og sókn. Það er eiginlega ekki hægt að tala um að einhver hafi verið bestur hjá gestunum en Lewis Clinch Jr. var stigahæstur hjá þeim með 23 stig. Bróðurpartur stigana kom í seinasta leikhlutanum eða þegar það var orðið of seint en hann hitti mjög illa úr þeim skotum sem hann reiðir sig mest á, upp lyklinum, hann fann fjölina aðeins í lok leiks og hélt uppi góðri tölfræði í rusltímanum svokallaða.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Grindvíkinga gekk mjög illa og var pínlegt að horfa á þá á köflum í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu ekki eina körfu utan af velli í tæpar níu mínútur í hálfleiknum og aðeins 8 stig í öllum öðrum leikhluta. Eins og áður segir þá var Clinch ekki að finna skotið sitt og aðrir leikmenn Grindavíkur voru heillum horfnir á löngum köflum. KR var ekki mikið í því að stela boltanum af Grindvíkingum en neyddu þá í erfið skot og sendingar sem orsakaði lélega skotnýtingu og tapaða bolta hjá gestunum. Af þeim sökum gerði andleysi vart við sig hjá Grindavík mjög snemma leiks og náðu þeir ekki að hrista af sér slenið í seinni hálfleik.Tölfræði sem vakti athygliBrynjar Þór Björnsson er óumdeildur leiðtogi KR-inga og það sýndi sig í fyrri háfleik. Hann var fljótur út úr startblokkunum og skoraði fyrstu 8 stig heimamanna og endaði hálfleikinn með 20 stig sem eru jafnmörg stig og Grindavík skoraði. Hann var mikið á bekknum í seinni hálfleik en það skipti engu máli því dýpt KR er rosaleg.Finnur Stefánsson: Strákarnir mínir eiga hrós skilið Þjálfari KR var ánægður með framlag sinna manna í leiknum á móti Grindavík eftir vandræði, að hans sögn, í síðasta leik. „Við voru ekki sáttir heilt yfir með frammistöðuna og agaleysið í síðasta leik og vorum mjög ánægðir með hvernig menn svöruðu í þessum leik og eiga strákarnir hrós skilið. Strákarnir gerðu vel í að halda leikplaninu sem við þjálfararnir settum upp lifandi.“ „Það er mikið búið að tala um þetta Grindavíkur lið og félagi minn hérna hinum megin er búinn að fá leiðinlega útreið t.d. hjá Körfuboltakvöldi en það er allt annað að sjá þetta lið núna og síðustu tveimur leikjum þótt þeir hafi átt slakan leik hérna. Þeir eru flottir í Grindavíkur liðinu en ég er mjög ánægður með heildina hjá okkur. Menn voru að koma inn af bekknum og fylgja fyrirmælum og þótt að orkan hafi stundum mátt vera meiri þá var þetta flottur leikur.“ Finnur var spurður út í Cedrick Bowen sem er að koma betur inn í leik KR en hann spilaði lítið en skilaði flottum tölum. „Hann fékk því miður gubbuna í gær og það var óvíst að hann myndi spila í kvöld, hann á smá í land með að koma sér í stand en hann hakar í boxin sem okkur vantar. Hann frákastar, hann getur varist í kringum körfuna og klárað í kringum körfuna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað hann mun geta. Við dæmum hann ekki eftir leiknum í dag frekar en leiknum á móti Borgarnesi.“ Að lokum var Finnur spurður út í lúxusin að geta hvílt Brynjar Þór Björnsson í seinnni hálfleik en hann sagði brosandi: „Brynjar hætti að geta eitthvað í seinni hálfleik og þá fer hann bara á bekkinn, það eru fullt af strákum sem geta komið og verið flottir. Hann var samt frábær í fyrri hálfleiknum og hélt bara áfram frá því sem var horfið í síðasta leik.“Brynjar Þór Björnsson: Auðvelt að koma inn í lið þar sem kjarninn er sterkur „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður af okkar hálfu, vörnin var sterk, við vorum kannski ekki að ná að stela boltanum mikið en við héldum þeim fyrir framan okkur og neyddum þá í erfið skot. Þeir skoruðu 20 stig í fyrri hálfleik sem er virkilega gott,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftri leik þegar hann var spurður hvort leikurinn hafi verið auðveldur. Hann var spurður út í sinn leik og en hann setti niður 20 stig í fyrri hálfleik en var mikið hvíldur í seinni hálfleik. „Já ég leyfði öðrum að eiga sviðið. Ég var mjög aggressívur í fyrri hálfleik og kom okkur á bragðið en í seinni hálfleik stigu upp aðrir menn og það er styrkleikinn í liðinu. Darri [Hilmarsson] og Þórir [Guðjónsson] gerðu vel og Cedrick [Bowen] kom enn betur inn í þetta hjá okkur. Brynjar var þá spurður að því hvort það væri ekki þægilegt að geta nánast sett hvern sem er inn á og geta fengið framlag frá honum. „Jú það er mjög þægilegt og sýnir styrkinn í hópnum okkar og hvað kjarninn er sterkur. Það er auðvelt að koma inn í lið þar sem kjarninn er sterkur og það er gott fyrir ungu strákana að upplifa það hvernig liðsheild vinnur saman og forréttindi fyrir alla þessa ungu stráka að upplifa stemmninguna sem er í kringum liðið.“Jóhann Ólafsson: „Vantaði bara Garcia í Cintamani úlpunni“ Þjálfari Grindavíkur var spurður að því hvort þessi leikur minnit ekki aðeins of mikið á seinustu heimsókn þeirra í DHL-höllina en hún endaði hrikalega á seinustu leiktíð og svaraði Jóhann „Jú það vantaði bara Garcia í Cintamani úlpunni, það var það eina sem vantaði upp á,“ og átti þá við erlenda leikmann liðsisns á seinustu leiktíð sem átti afleitan dag í mars mánuði síðastliðnum. Jóhann var þá inntur eftir útskýringum á lélegum leik sinna manna. „Við mættum bara flatir og lykilmenn voru litlir í sér og KR-ingar voru svo bara sterkir. Feykisterkir varnarlega og ýttu okkur út úr stöðum. Þegar við náðum að finna opin skot þá klikkuðum við og það var sama hvort það var undir körfunni eða stutt stökkskot. Ef við komumst í góða stöðu þá gripum við ekki boltann en þetta var saga fyrri hálfleiksins. KR á samt allt hrós skilið, þeir voru feykilega sterkir í kvöld og sýndu bara mátt sinn og megin.“ „Þetta er enginn heimsendir, við erum að vinna í ákveðnum hlutum og duttum bara út úr þeim strax í byrjun og náðum aldrei að koma okkur af stað aftur. Ég hef engar stórar áhyggjur af þessu. Þetta er samt skellur og óþægilegt hvernig við gáfumst upp og létum valta yfir okkur. Það er það sem ég er mest óánægður með ásamt því að við reynum að leggja leikinn upp og erum langt frá því og allt sem við tölum um á æfingum gengur ekki upp. Eins og ég segi þá er þetta skellur og risaskref til baka en við þurfum bara að standa upp og halda áfram.“Bein lýsing: KR - GrindavíkTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Fyrir leik var talið að leikur KR og Grindavíkur yrði stórleikur. Raunin varð allt önnur. KR réði lögum og lofum í 40 mínútur og létu Grindvíkinga líta hrikalega illa út en til marks um það þá skoruðu Grindvíkingar aðeins 20 stig í fyrri hálfleik. Leiknum lauk 87-62 fyrir KR sem sýndi mátt sinn og meginn í allt kvöld, fengu þeir framlag úr öllum áttum á báðum endum vallarins. Stigahæstur var Bryjnjar Þór Björnsson hjá KR með 22 stig en 20 þeirra komu í fyrri hálfleik en heimamenn gátu leyft sér að hvíla hann mikið í þeim seinni.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum en þær má sjá hér að ofan.Afhverju vann KR?Stutta svarið við þessari spurningu er: KR er fjári gott körfuboltalið. Þessi leikur kláraðist nánast í fyrsta leikhluta en eftir hann hafði Grindavík einungis skorað 12 stig en varnarleikur heimamanna var alveg til fyrirmyndar. Sóknarleikur heimamanna var einnig stórgóður en allir leikmenn skiluðu framlagi í kvöld. Brynjar Þór Björnsson fór mikinn í fyrri hálfleiknum og þegar honum var lokði hafði hann skorað 20 stig eða jafnmikið og allt lið Grindavíkur en annar leikhlutir gestanna var afleitur svo ekki sé harðar að orði kveðið.Bestu menn vallarins?Brynjar Þór var áberandi bestur í fyrri hálfleik og setti niður 20 stig sem var tæpur helmingur stiga KR í fyrri hálfleik. Hann fékk góða aðstoð frá Cedrick Bowen sem er að koma betur inn í leik heimamanna en hann sýndi góðan leik þar sem hann frákastaði vel, skoraði í teignum og spilaði afbragðs varnarleik á köflum. Annars var það liðsheild KR sem skilaði þessu en í seinni hálfleik sat Brynjar mikið á bekknum en þá stigu aðrir upp í vörn og sókn. Það er eiginlega ekki hægt að tala um að einhver hafi verið bestur hjá gestunum en Lewis Clinch Jr. var stigahæstur hjá þeim með 23 stig. Bróðurpartur stigana kom í seinasta leikhlutanum eða þegar það var orðið of seint en hann hitti mjög illa úr þeim skotum sem hann reiðir sig mest á, upp lyklinum, hann fann fjölina aðeins í lok leiks og hélt uppi góðri tölfræði í rusltímanum svokallaða.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Grindvíkinga gekk mjög illa og var pínlegt að horfa á þá á köflum í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu ekki eina körfu utan af velli í tæpar níu mínútur í hálfleiknum og aðeins 8 stig í öllum öðrum leikhluta. Eins og áður segir þá var Clinch ekki að finna skotið sitt og aðrir leikmenn Grindavíkur voru heillum horfnir á löngum köflum. KR var ekki mikið í því að stela boltanum af Grindvíkingum en neyddu þá í erfið skot og sendingar sem orsakaði lélega skotnýtingu og tapaða bolta hjá gestunum. Af þeim sökum gerði andleysi vart við sig hjá Grindavík mjög snemma leiks og náðu þeir ekki að hrista af sér slenið í seinni hálfleik.Tölfræði sem vakti athygliBrynjar Þór Björnsson er óumdeildur leiðtogi KR-inga og það sýndi sig í fyrri háfleik. Hann var fljótur út úr startblokkunum og skoraði fyrstu 8 stig heimamanna og endaði hálfleikinn með 20 stig sem eru jafnmörg stig og Grindavík skoraði. Hann var mikið á bekknum í seinni hálfleik en það skipti engu máli því dýpt KR er rosaleg.Finnur Stefánsson: Strákarnir mínir eiga hrós skilið Þjálfari KR var ánægður með framlag sinna manna í leiknum á móti Grindavík eftir vandræði, að hans sögn, í síðasta leik. „Við voru ekki sáttir heilt yfir með frammistöðuna og agaleysið í síðasta leik og vorum mjög ánægðir með hvernig menn svöruðu í þessum leik og eiga strákarnir hrós skilið. Strákarnir gerðu vel í að halda leikplaninu sem við þjálfararnir settum upp lifandi.“ „Það er mikið búið að tala um þetta Grindavíkur lið og félagi minn hérna hinum megin er búinn að fá leiðinlega útreið t.d. hjá Körfuboltakvöldi en það er allt annað að sjá þetta lið núna og síðustu tveimur leikjum þótt þeir hafi átt slakan leik hérna. Þeir eru flottir í Grindavíkur liðinu en ég er mjög ánægður með heildina hjá okkur. Menn voru að koma inn af bekknum og fylgja fyrirmælum og þótt að orkan hafi stundum mátt vera meiri þá var þetta flottur leikur.“ Finnur var spurður út í Cedrick Bowen sem er að koma betur inn í leik KR en hann spilaði lítið en skilaði flottum tölum. „Hann fékk því miður gubbuna í gær og það var óvíst að hann myndi spila í kvöld, hann á smá í land með að koma sér í stand en hann hakar í boxin sem okkur vantar. Hann frákastar, hann getur varist í kringum körfuna og klárað í kringum körfuna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað hann mun geta. Við dæmum hann ekki eftir leiknum í dag frekar en leiknum á móti Borgarnesi.“ Að lokum var Finnur spurður út í lúxusin að geta hvílt Brynjar Þór Björnsson í seinnni hálfleik en hann sagði brosandi: „Brynjar hætti að geta eitthvað í seinni hálfleik og þá fer hann bara á bekkinn, það eru fullt af strákum sem geta komið og verið flottir. Hann var samt frábær í fyrri hálfleiknum og hélt bara áfram frá því sem var horfið í síðasta leik.“Brynjar Þór Björnsson: Auðvelt að koma inn í lið þar sem kjarninn er sterkur „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður af okkar hálfu, vörnin var sterk, við vorum kannski ekki að ná að stela boltanum mikið en við héldum þeim fyrir framan okkur og neyddum þá í erfið skot. Þeir skoruðu 20 stig í fyrri hálfleik sem er virkilega gott,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftri leik þegar hann var spurður hvort leikurinn hafi verið auðveldur. Hann var spurður út í sinn leik og en hann setti niður 20 stig í fyrri hálfleik en var mikið hvíldur í seinni hálfleik. „Já ég leyfði öðrum að eiga sviðið. Ég var mjög aggressívur í fyrri hálfleik og kom okkur á bragðið en í seinni hálfleik stigu upp aðrir menn og það er styrkleikinn í liðinu. Darri [Hilmarsson] og Þórir [Guðjónsson] gerðu vel og Cedrick [Bowen] kom enn betur inn í þetta hjá okkur. Brynjar var þá spurður að því hvort það væri ekki þægilegt að geta nánast sett hvern sem er inn á og geta fengið framlag frá honum. „Jú það er mjög þægilegt og sýnir styrkinn í hópnum okkar og hvað kjarninn er sterkur. Það er auðvelt að koma inn í lið þar sem kjarninn er sterkur og það er gott fyrir ungu strákana að upplifa það hvernig liðsheild vinnur saman og forréttindi fyrir alla þessa ungu stráka að upplifa stemmninguna sem er í kringum liðið.“Jóhann Ólafsson: „Vantaði bara Garcia í Cintamani úlpunni“ Þjálfari Grindavíkur var spurður að því hvort þessi leikur minnit ekki aðeins of mikið á seinustu heimsókn þeirra í DHL-höllina en hún endaði hrikalega á seinustu leiktíð og svaraði Jóhann „Jú það vantaði bara Garcia í Cintamani úlpunni, það var það eina sem vantaði upp á,“ og átti þá við erlenda leikmann liðsisns á seinustu leiktíð sem átti afleitan dag í mars mánuði síðastliðnum. Jóhann var þá inntur eftir útskýringum á lélegum leik sinna manna. „Við mættum bara flatir og lykilmenn voru litlir í sér og KR-ingar voru svo bara sterkir. Feykisterkir varnarlega og ýttu okkur út úr stöðum. Þegar við náðum að finna opin skot þá klikkuðum við og það var sama hvort það var undir körfunni eða stutt stökkskot. Ef við komumst í góða stöðu þá gripum við ekki boltann en þetta var saga fyrri hálfleiksins. KR á samt allt hrós skilið, þeir voru feykilega sterkir í kvöld og sýndu bara mátt sinn og megin.“ „Þetta er enginn heimsendir, við erum að vinna í ákveðnum hlutum og duttum bara út úr þeim strax í byrjun og náðum aldrei að koma okkur af stað aftur. Ég hef engar stórar áhyggjur af þessu. Þetta er samt skellur og óþægilegt hvernig við gáfumst upp og létum valta yfir okkur. Það er það sem ég er mest óánægður með ásamt því að við reynum að leggja leikinn upp og erum langt frá því og allt sem við tölum um á æfingum gengur ekki upp. Eins og ég segi þá er þetta skellur og risaskref til baka en við þurfum bara að standa upp og halda áfram.“Bein lýsing: KR - GrindavíkTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum