Erlendir fjölmiðlar fjalla um árangur Pírata nína hjördís þorkeldóttir skrifar 30. október 2016 16:38 Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Pírötum mikinn áhuga. Vísir/Eyþór Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016 Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37
Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17