Erlent

Níundi nóvember sannarlega sögulegur dagur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Berlín þann 9. nóvember þegar múrinn féll eftir 26 ár.
Frá Berlín þann 9. nóvember þegar múrinn féll eftir 26 ár. Vísir/Getty
Donald Trump er nýr forseti Bandaríkjanna ólíkt því sem kannanir bentu til undanfarnar vikur. Trump verður elsti maðurinn til að taka við embæti forseta Bandaríkjanna.

Óhætt er að segja að tímamótin beri upp á athyglisverðri dagsetningu, 9. nóvember en áður hafa orðið mikil tímamót í sögu mannkyns á þessum degi. Standa þar upp úr árin 1938 og 1989. 



Gyðingar teknir höndum í Þýskalandi þann 9. nóvember 1938.
Þann 9. nóvember árið 1938 þyrptust brúnstakkar nasista og almennir borgarar út á götur í borgum og bæjrum í Þýskalandi og brutu rúður á heimilum og í verslunum gyðinga. Er talað um Kristalsnóttina sem markaði upphafið að skipulögðum ofsókum gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni.

Þann 9. nóvember árið 1989 var opnað fyrir frjálsa umferð fólks á milli vestur- og austurhluta Berlínarborgar eftir 28 ár þar sem 168 kílómetra langi múrinn skipti borginni í tvennt. Múrinn var áberandi tákn um skiptingu Þýskalands og Kalda stríðið. Talið er að á annað hundrað manns hafi látið lífið við að komast yfir múrinn í trússi við yfirvöld.

Fleiri sögulegir viðburðir urðu þennan dag. Má þar nefna fyrstu opinberu heimsókn Bandaríkjaforseta út fyrir landsteinana, fyrsta tölublað tónlistartímaritsins Rolling Stone kom í verslanir og Garry Kasparov varð yngsti heimsmeistari sögunnar í skák, 22 ára, eftir sigur á landa sínum Anatoly Karpov.

Lesa má nánar um sögulega viðburði sem gerðust þann 9. nóvember hér.

 


Tengdar fréttir

Sigurræða Trump í heild sinni

Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York




Fleiri fréttir

Sjá meira


×