Miðvörður Króata tekinn blindfullur undir stýri átta dögum fyrir Íslandsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:45 Fyrirliðinn fullur. vísir/getty Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn