Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Nemendur Háskóla Íslands á haustmisseri eru skráðir 13.000. Vísir/Ernir Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Kosningar 2016 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira