Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 22:59 Trump á frambjóðandafundi í Michigan í gær. Vísir/Getty Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00