Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 22:59 Trump á frambjóðandafundi í Michigan í gær. Vísir/Getty Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur í ljós hvort Trump eða Hillary Clinton hreppi Hvíta húsið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Clinton með nokkurra prósentustiga forskot á Trump. Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump, sagði í samtali við BBC að andúð á Trump „endurspegli ekki hvers vegna Trump er í framboði og hvernig hann yrði á alþjóðasviðinu.“ Þá gagnrýndi hún einnig „ómerkilega og mislita“ tíð Clinton sem utanríkisráðherra. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt framboð Trump. Þar á meðal er Francois Hollande, forseti Frakklands, sem sagði að Trump léti fólk „vilja æla.“ Þá hefur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagt hann ógn við alþjóðasamfélagið.Kellyanne Conway, kosningastjóri Trump.Vísir/GettyBandaríkin fyrst Í samtali sínu við BBC sagði Conway að neikvætt viðhorf alþjóðasamfélagsins gagnvart Trump trufli hana en að það renni stoðum undir áherslur Trump að setja Bandaríkin í fyrsta sæti. Hún sagði að þegar Trump segir „Bandaríkin fyrst þá meinar hann það,“ og nefndi ástæður þess, að vilja stöðva útflutning á vinnuafli, sjá til þess að allir bandamenn landsins, þar á meðal NATO, borgi sinn hlut og að endursemja um verslunarsamninga sem komi illa út fyrir Bandaríkin.Sjá einnig:Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Conway brást einnig við ummælum Barack Obama Bandaríkjaforseta að Trump væri ekki treystandi fyrir aðgangi að kjarnorkubúri Bandaríkjamanna. Obama sagði á fundi í Flórída á sunnudag að ef Trump væri ekki treystandi fyrir Twitter aðgangi sínum ætti hann ekki að hafa stjórn á kjarnorkuvopnum landsins. Þá þvertók Conway fyrir þær fregnir að Trump fengi ekki að sjá um Twitter aðgang sinn og sagði að Clinton hefði sjálf ekki sannað að henni væri treystandi fyrir vopnunum og vísaði þá til hinna margumræddu tölvupósta Clinton og að hún hafi ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00