Matthías: Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Matthías í leik með Rosenborg í Evrópudeildinni. fréttablaðið/afp „Það verður að fagna þessum titlum og við áttum ákaflega gott kvöld,“ segir Matthías Vilhjálmsson nýkrýndur Noregsmeistari með Rosenborg. Liðið var reyndar löngu búið að tryggja sér titilinn en tímabilinu lauk um helgina og titlinum var fagnað þá. „Það var fögnuður niðri í bæ með stuðningsmönnum þar sem mikið var sungið. Svo var bara venjulegt partí. Það var stappað inni á stöðunum en þessir stuðningsmenn eru orðnir góðu vanir.“Geta náð sögulegum árangri Er upp var staðið vann Rosenborg titilinn með 15 stiga mun. Gríðarlegir yfirburðir sem minna á gamla tíma hjá félaginu. Þetta var annar Noregstitill félagsins í röð. „Við tryggðum þetta þegar fimm leikir voru eftir. Náðum góðu forskoti eftir sumarfríið og erum vel að þessu komnir. Við eigum eftir að spila bikarúrslitaleikinn eftir tvær vikur. Hann er gegn B-deildarliði Kongsvinger sem sló út Strömsgodset. Ef við vinnum þann leik verðum við fyrsta liðið í sögunni til að vinna tvöfalt tvö ár í röð,“ segir Matthías en það yrði magnað afrek. Ekki einu sinni gullaldarlið Rosenborg náði þeim árangri. „Það er vonandi að renna upp ný gullöld en við sjáum til. Ég tel að við getum gert þetta eitthvað áfram. Stefnan er sett á að komast aftur í Meistaradeildina á næstu árum.“ Tveir leikmenn liðsins gerðu allt vitlaust í Noregi er þeir létu mynda sig nakta með bikarinn eftir leik um helgina og settu á samfélagsmiðla. „Tveir mestu flippararnir í liðinu fóru með þetta alla leið. Það skapaði mikla umræðu og ekki allir sáttir. Það þýðir samt ekki að vera bara A4-maður. Allt í lagi að krydda þetta aðeins.“Valinn leikmaður ársins Hinn harðduglegi Matthías er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem völdu hann leikmann ársins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en eftir lokaleikinn. Það eru margir harðkjarnastuðningsmenn liðsins. Ef það eru einhver verðlaun sem maður vill vinna þá eru það þessi verðlaun. Það var mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Matthías stoltur en honum er mikið hrósað fyrir að gefa allt í öllum stöðum. Svo muna menn eftir því í fyrra er hann setti gullmedalíuna á uppboð og ágóðinn rann til krabbameinssjúkra barna. Hann lætur því málefni utan vallar sig einnig varða og það kunna stuðningsmenn að meta.Þreytandi til lengdar Matthías tók þátt í 29 af 30 leikjum liðsins í vetur. Var 17 sinnum í byrjunarliðinu en kom 12 sinnum af bekknum. Það sem meira er þá spilaði hann nánast allar stöður nema markið. „Þetta er svolítið þreytandi til lengdar. Síðustu leiki hef ég spilað á kantinum og í lokaleiknum kom ég inn sem djúpur miðjumaður. Svo er ég búinn að spila senterinn og sem sókndjarfur miðjumaður. Þeir eru ánægðir með mig því ég kvarta aldrei og vil gera allt fyrir liðið. Það er samt erfitt að þróa sinn leik þegar manni er kastað út um allt,“ segir Ísfirðingurinn og rifjar upp skemmtilega sögu frá tímabilinu. „Einu sinni átti ég að koma inn sem miðvörður er annar miðvörðurinn okkar meiddist. Hann jafnaði sig og ég fór ekki inn. Þá meiddist senterinn og ég átti að leysa hann af hólmi. Ekkert varð af því þar sem hann jafnaði sig líka. Á endanum kom ég inn á sem djúpur miðjumaður. Það eru ekki margir í fótboltaheiminum sem eru að upplifa svona. Þetta er kærkomin reynsla.“ Matthías segist eftir alla þessa reynslu finna sig best á miðjunni. Hann sé samt vel til í að spila áfram sem framherji. Hvað verður á eftir að koma í ljós. „Ég á eitt ár eftir af samningi við félagið. Svo sjáum við til hvað gerist. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna í Þrándheimi. Við erum byrjaðir að ræða framhaldið og allt í góðum farvegi. Ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera.“ Einhverjir hafa kallað eftir því að Matthías fái frekari tækifæri með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn hefur ekki viljað veðja á hann. Ekki einu sinni þó forföllin séu ansi mörg að þessu sinni. „Það er svekkjandi að vera ekki inn í myndinni núna en hvað getur maður gert? Ég skil svo sem landsliðsþjálfarann að velja ekki mann sem er ekki að spila eina stöðu. Strákarnir í liðinu eru líka að standa sig frábærlega. Það væri samt eitthvað að ef ég væri ekki svekktur yfir að vera ekki valinn. Ég verð bara að spila betur,“ segir hinn 29 ára gamli Matthías sem er ekkert hættur að láta sig dreyma um landsliðið. „Maður lokar aldrei á landsliðið. Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það. Það besta sem maður getur gert er að spila fyrir landsliðið og ég loka ekki þeim dyrum fyrr en ég hætti.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sjá meira
„Það verður að fagna þessum titlum og við áttum ákaflega gott kvöld,“ segir Matthías Vilhjálmsson nýkrýndur Noregsmeistari með Rosenborg. Liðið var reyndar löngu búið að tryggja sér titilinn en tímabilinu lauk um helgina og titlinum var fagnað þá. „Það var fögnuður niðri í bæ með stuðningsmönnum þar sem mikið var sungið. Svo var bara venjulegt partí. Það var stappað inni á stöðunum en þessir stuðningsmenn eru orðnir góðu vanir.“Geta náð sögulegum árangri Er upp var staðið vann Rosenborg titilinn með 15 stiga mun. Gríðarlegir yfirburðir sem minna á gamla tíma hjá félaginu. Þetta var annar Noregstitill félagsins í röð. „Við tryggðum þetta þegar fimm leikir voru eftir. Náðum góðu forskoti eftir sumarfríið og erum vel að þessu komnir. Við eigum eftir að spila bikarúrslitaleikinn eftir tvær vikur. Hann er gegn B-deildarliði Kongsvinger sem sló út Strömsgodset. Ef við vinnum þann leik verðum við fyrsta liðið í sögunni til að vinna tvöfalt tvö ár í röð,“ segir Matthías en það yrði magnað afrek. Ekki einu sinni gullaldarlið Rosenborg náði þeim árangri. „Það er vonandi að renna upp ný gullöld en við sjáum til. Ég tel að við getum gert þetta eitthvað áfram. Stefnan er sett á að komast aftur í Meistaradeildina á næstu árum.“ Tveir leikmenn liðsins gerðu allt vitlaust í Noregi er þeir létu mynda sig nakta með bikarinn eftir leik um helgina og settu á samfélagsmiðla. „Tveir mestu flippararnir í liðinu fóru með þetta alla leið. Það skapaði mikla umræðu og ekki allir sáttir. Það þýðir samt ekki að vera bara A4-maður. Allt í lagi að krydda þetta aðeins.“Valinn leikmaður ársins Hinn harðduglegi Matthías er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem völdu hann leikmann ársins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en eftir lokaleikinn. Það eru margir harðkjarnastuðningsmenn liðsins. Ef það eru einhver verðlaun sem maður vill vinna þá eru það þessi verðlaun. Það var mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Matthías stoltur en honum er mikið hrósað fyrir að gefa allt í öllum stöðum. Svo muna menn eftir því í fyrra er hann setti gullmedalíuna á uppboð og ágóðinn rann til krabbameinssjúkra barna. Hann lætur því málefni utan vallar sig einnig varða og það kunna stuðningsmenn að meta.Þreytandi til lengdar Matthías tók þátt í 29 af 30 leikjum liðsins í vetur. Var 17 sinnum í byrjunarliðinu en kom 12 sinnum af bekknum. Það sem meira er þá spilaði hann nánast allar stöður nema markið. „Þetta er svolítið þreytandi til lengdar. Síðustu leiki hef ég spilað á kantinum og í lokaleiknum kom ég inn sem djúpur miðjumaður. Svo er ég búinn að spila senterinn og sem sókndjarfur miðjumaður. Þeir eru ánægðir með mig því ég kvarta aldrei og vil gera allt fyrir liðið. Það er samt erfitt að þróa sinn leik þegar manni er kastað út um allt,“ segir Ísfirðingurinn og rifjar upp skemmtilega sögu frá tímabilinu. „Einu sinni átti ég að koma inn sem miðvörður er annar miðvörðurinn okkar meiddist. Hann jafnaði sig og ég fór ekki inn. Þá meiddist senterinn og ég átti að leysa hann af hólmi. Ekkert varð af því þar sem hann jafnaði sig líka. Á endanum kom ég inn á sem djúpur miðjumaður. Það eru ekki margir í fótboltaheiminum sem eru að upplifa svona. Þetta er kærkomin reynsla.“ Matthías segist eftir alla þessa reynslu finna sig best á miðjunni. Hann sé samt vel til í að spila áfram sem framherji. Hvað verður á eftir að koma í ljós. „Ég á eitt ár eftir af samningi við félagið. Svo sjáum við til hvað gerist. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna í Þrándheimi. Við erum byrjaðir að ræða framhaldið og allt í góðum farvegi. Ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera.“ Einhverjir hafa kallað eftir því að Matthías fái frekari tækifæri með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn hefur ekki viljað veðja á hann. Ekki einu sinni þó forföllin séu ansi mörg að þessu sinni. „Það er svekkjandi að vera ekki inn í myndinni núna en hvað getur maður gert? Ég skil svo sem landsliðsþjálfarann að velja ekki mann sem er ekki að spila eina stöðu. Strákarnir í liðinu eru líka að standa sig frábærlega. Það væri samt eitthvað að ef ég væri ekki svekktur yfir að vera ekki valinn. Ég verð bara að spila betur,“ segir hinn 29 ára gamli Matthías sem er ekkert hættur að láta sig dreyma um landsliðið. „Maður lokar aldrei á landsliðið. Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það. Það besta sem maður getur gert er að spila fyrir landsliðið og ég loka ekki þeim dyrum fyrr en ég hætti.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sjá meira