Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 86-82 | Ótrúlegar lokasekúndur er Grindavík fór áfram Aron Ingi Valtýsson í Röstinni skrifar 6. nóvember 2016 22:00 Lewis Clinch skoraði sigurkörfu Grindvíkinga. vísir/ernir Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir ótrúlegan sigur, 86-82, á Stjörnunni í Mustad-höllinni í kvöld. Lewis Clinch tryggði Grindvíkingum sigurinn með þriggja stiga flautukörfu á lokasekúndunni. Stjörnumenn voru tveimur stigum yfir, 80-82, þegar 16 sekúndur voru eftir en fóru skelfilega að ráði sínu á lokasekúndunum. Grindavík og Stjarnan buðu upp á þvílíka veislu í Mustad-höllinni í kvöld. Bæði lið spiluðu fallegan körfubolta og sýndu mikla baráttu allar 40 mínúturnar. Bæði lið eiga mikið hrós skilið fyrir þennan leik en Grindavík hrifsaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi lið mættust einnig í bikarkeppninni í fyrra, en það var í 16-liða úrslitum. Þar höfðu heimamenn betur og sigruðu örugglega, 82-58. Þar með voru bikarmeistarar Stjörnunar úr leik og höfðu Garðbæingar því harma að hefna í ár. Grindvíkingar fengu í vikunni svakalegan liðsstyrk er Dagur Kár Jónsson gekk til liðs við þá fyrir síðasta deildarleik þeirra. Þess má til gamans geta að Dagur spilaði með Stjörnunni áður en hann fór til USA í skóla og keppti í kvöld í sinn fyrsta leik á móti æskuliði sínu. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað. Eftir 5 mínútur voru bæði lið búin að skora 7 stig. Bæði lið spiluðu hörkuvörn og var mikill hraði í leiknum. Þegar fór að líða á leikinn fór að færast meiri harka í menn og fóru þeir að hitta betur. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta. Mikil barátta var í leiknum þar sem Justin Shouse lék vörn heimamanna grimmt. Justin skilaði 11 stigum í leikhlutanum og var alls kominn með 17 stig í fyrri hálfleik. Grindavík var skrefinu á undan í fyrri hálfleik en leikurinn engu að síður galopinn þar sem heimamenn voru einungis 4 stigum yfir, 40-36. Leikurinn var í járnum í upphafi þriðja leikhluta þar til Grindvíkingar náðu 10 stiga forskoti um miðjan leikhlutann. Hrafn Kristjánsson tók þá leikhlé og snéru gestirnir við taflinu og komu leiknum aftur í jafnvægi. Staðan að lok leikhlutans var 62-58. Rosaleg spenna var í fjórða leikhluta þar sem liðin skiptust á að koma með rosalega körfur. Bæði lið voru alveg óhrædd við að skora og börðust eins og ljón. Þegar 2 og hálf mínúta var eftir var Stjarnan komin með 6 stiga forystu eftir tvo tröllaþrista hjá Tómasi og Arnþóri. Ekki leið á löngu þar til að Ólafur svaraði með einum slíkum og Dagur Kár minnkaði svo muninn í 80-81. Justin setti þá eitt víti ofan í og Stjarnan komin 2 stigum yfir þegar aðeins 15 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar klára svo leikinn með glæsibrag þegar Ólafur leggur hann auðveldlega ofan í og Lewis setur þrist. Húsið gjörsamlega trylltist og fékk Hrafn þjálfari Stjörnunar tæknivillu fyrir mótmæli. Leikurinn endaði 86-82.Af hverju vann Grindavík? Leikurinn var í járnum þar til í lokin en Grindvíkingar sýndu svakalegan karakter og kláruðu leikinn þrátt fyrir að vera komnir 6 stigum undir þegar lítið var eftir. Ótrúleg endurkoma hjá heimamönnum þar sem sigurkarfa Clinch gerði gæfumuninn.Bestu menn vallarins Hjá Stjörnunni átti Justin Shouse stórleik í dag. Hann lék sér að varnaleik Grindvíkinga og það var hreint út sagt unun að horfa á hann spila. Justin skoraði 30 stig. Einnig átti Devon Andre góðann leik og skilaði hann 19 stigum og 10 fráköstum. Það er rosalega erfitt að taka einhvern einn út hjá Grindavík en þeir voru allir frábærir í kvöld. Fjórir leikmenn sem skila meira en 14 stigum og spiluðu mjög vel saman. Helst má þó geta Lewis Clinch sem setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði þriggja stifa körfu á loka sekúndunni og vann leikinn.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru að elta allan leikinn þrátt fyrir að það hafi bara verið nokkur stig á milli og er það alltaf erfitt. Þeim gekk erfiðlega að stilla upp í sóknina sína og voru að gera hlutina rosalega erfiða fyrir sig. Grindvíkingar áttu erfitt með að losa sig við Stjörnuna. Heimamenn komust reglulega í 8-10 stiga forystu glötuðu henni svo niður, trekk í tekk. Það nýttu Stjörnumenn sér en gestirnir voru með leikinn í höndum sér og sex stiga forystu þegar lítið var eftir af leiknum.Hrafn Kristjánsson: Gekk ekki í þetta skiptið Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega hundfúll eftir að hans menn töpuðu leiknum eftir dramatískar lokamínútur. En hann segir að lið Stjörnunnar hafi ekki verið nógu sterkt að þessu sinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Við hleyptum þeim svolítið á undan okkur og þó svo að ég vilji meina að við höfum verið með leikinn í okkar höndum undir lokin þá gekk þetta ekki í að þessu sinni,“ sagði Hrafn við Vísi eftir leikinn. Hann segir enn fremur að Stjörnumenn hafi fengið tækifæri til að klára leikinn á lokamínútunum. „Við fengum bara opin skot. Góðir skotmenn sem fá opin skot taka skotin en því miður duttu þau ekki í þetta skiptið,“ sagði hann. Hrafn fékk dæmda á sig tæknivillu í blálok leiksins, eftir að Lewis Clinch hafði sett niður þriggja stiga körfuna. „Þegar þeir náðu að komast inn í sendinguna þá stígur hann [Ólafur Ólafsson] út af. Það hlýtur að vera nóg að hálf löppin á honum sé ekki inni á vellinum svo að dómarar í þriggja dómara kerfi sjái það,“ sagði Hrafn. „Ég missti mig aðeins. Það eru tilfinningar í þessum leik og ég bara trúði því ekki að þeir dæmdu hann ekki út af.“Ólafur: Ég tel mig ekki hafa stigið útaf Ólafur var kampakátur eins og búast mátti við eftir svona leik þar sem hann réðst á flautukörfu. „Þetta er bara gaman en það kom smá slag á okkur þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Við tókum leikhlé til að slípa okkur saman, ætluðum okkur að klára þetta og gerðum það.” Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk tæknivillu á sig eftir að Clinch skoraði sigurkörfu Grindavíkur þar sem að hann vildi meina að Ólafur hefði stigið út af áður en hann gaf á Bandaríkjamanninn í aðdraganda körfunnar. Sjálfur vil Ólafur meina annað. „Ég sá ekki hvort ég hafi stigið út af eða ekki. Ég tel mig ekki hafa stigið út af og þá steig ég ekki út af og við unnum leikinn.”Jóhann Þór: Við þurftum tvö, þrjú stopp í röð og það tókst Jóhann hrósaði mönnum sínum fyrir góðan karakter, enda náðu Grindvíkingar að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Fyrst og fremst er ég bara ánægðu að hafa unnið sterkt Stjörnulið sem er ekki búið að tapa leik í vetur. Það lýsir miklum karakter í liðinu og að við trúðum allan tímann að við myndum vinna leikinn.” Eins og fram hefur komið missir Grindavík niður forystu þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum Jóhann segir að það sé heillangur tími í körfubolta. „Við töluðum bara um að halda okkur í mómentinu. Við þurftum tvö, þrjú stopp í röð og það tókst.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir ótrúlegan sigur, 86-82, á Stjörnunni í Mustad-höllinni í kvöld. Lewis Clinch tryggði Grindvíkingum sigurinn með þriggja stiga flautukörfu á lokasekúndunni. Stjörnumenn voru tveimur stigum yfir, 80-82, þegar 16 sekúndur voru eftir en fóru skelfilega að ráði sínu á lokasekúndunum. Grindavík og Stjarnan buðu upp á þvílíka veislu í Mustad-höllinni í kvöld. Bæði lið spiluðu fallegan körfubolta og sýndu mikla baráttu allar 40 mínúturnar. Bæði lið eiga mikið hrós skilið fyrir þennan leik en Grindavík hrifsaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi lið mættust einnig í bikarkeppninni í fyrra, en það var í 16-liða úrslitum. Þar höfðu heimamenn betur og sigruðu örugglega, 82-58. Þar með voru bikarmeistarar Stjörnunar úr leik og höfðu Garðbæingar því harma að hefna í ár. Grindvíkingar fengu í vikunni svakalegan liðsstyrk er Dagur Kár Jónsson gekk til liðs við þá fyrir síðasta deildarleik þeirra. Þess má til gamans geta að Dagur spilaði með Stjörnunni áður en hann fór til USA í skóla og keppti í kvöld í sinn fyrsta leik á móti æskuliði sínu. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað. Eftir 5 mínútur voru bæði lið búin að skora 7 stig. Bæði lið spiluðu hörkuvörn og var mikill hraði í leiknum. Þegar fór að líða á leikinn fór að færast meiri harka í menn og fóru þeir að hitta betur. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta. Mikil barátta var í leiknum þar sem Justin Shouse lék vörn heimamanna grimmt. Justin skilaði 11 stigum í leikhlutanum og var alls kominn með 17 stig í fyrri hálfleik. Grindavík var skrefinu á undan í fyrri hálfleik en leikurinn engu að síður galopinn þar sem heimamenn voru einungis 4 stigum yfir, 40-36. Leikurinn var í járnum í upphafi þriðja leikhluta þar til Grindvíkingar náðu 10 stiga forskoti um miðjan leikhlutann. Hrafn Kristjánsson tók þá leikhlé og snéru gestirnir við taflinu og komu leiknum aftur í jafnvægi. Staðan að lok leikhlutans var 62-58. Rosaleg spenna var í fjórða leikhluta þar sem liðin skiptust á að koma með rosalega körfur. Bæði lið voru alveg óhrædd við að skora og börðust eins og ljón. Þegar 2 og hálf mínúta var eftir var Stjarnan komin með 6 stiga forystu eftir tvo tröllaþrista hjá Tómasi og Arnþóri. Ekki leið á löngu þar til að Ólafur svaraði með einum slíkum og Dagur Kár minnkaði svo muninn í 80-81. Justin setti þá eitt víti ofan í og Stjarnan komin 2 stigum yfir þegar aðeins 15 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar klára svo leikinn með glæsibrag þegar Ólafur leggur hann auðveldlega ofan í og Lewis setur þrist. Húsið gjörsamlega trylltist og fékk Hrafn þjálfari Stjörnunar tæknivillu fyrir mótmæli. Leikurinn endaði 86-82.Af hverju vann Grindavík? Leikurinn var í járnum þar til í lokin en Grindvíkingar sýndu svakalegan karakter og kláruðu leikinn þrátt fyrir að vera komnir 6 stigum undir þegar lítið var eftir. Ótrúleg endurkoma hjá heimamönnum þar sem sigurkarfa Clinch gerði gæfumuninn.Bestu menn vallarins Hjá Stjörnunni átti Justin Shouse stórleik í dag. Hann lék sér að varnaleik Grindvíkinga og það var hreint út sagt unun að horfa á hann spila. Justin skoraði 30 stig. Einnig átti Devon Andre góðann leik og skilaði hann 19 stigum og 10 fráköstum. Það er rosalega erfitt að taka einhvern einn út hjá Grindavík en þeir voru allir frábærir í kvöld. Fjórir leikmenn sem skila meira en 14 stigum og spiluðu mjög vel saman. Helst má þó geta Lewis Clinch sem setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði þriggja stifa körfu á loka sekúndunni og vann leikinn.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru að elta allan leikinn þrátt fyrir að það hafi bara verið nokkur stig á milli og er það alltaf erfitt. Þeim gekk erfiðlega að stilla upp í sóknina sína og voru að gera hlutina rosalega erfiða fyrir sig. Grindvíkingar áttu erfitt með að losa sig við Stjörnuna. Heimamenn komust reglulega í 8-10 stiga forystu glötuðu henni svo niður, trekk í tekk. Það nýttu Stjörnumenn sér en gestirnir voru með leikinn í höndum sér og sex stiga forystu þegar lítið var eftir af leiknum.Hrafn Kristjánsson: Gekk ekki í þetta skiptið Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega hundfúll eftir að hans menn töpuðu leiknum eftir dramatískar lokamínútur. En hann segir að lið Stjörnunnar hafi ekki verið nógu sterkt að þessu sinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Við hleyptum þeim svolítið á undan okkur og þó svo að ég vilji meina að við höfum verið með leikinn í okkar höndum undir lokin þá gekk þetta ekki í að þessu sinni,“ sagði Hrafn við Vísi eftir leikinn. Hann segir enn fremur að Stjörnumenn hafi fengið tækifæri til að klára leikinn á lokamínútunum. „Við fengum bara opin skot. Góðir skotmenn sem fá opin skot taka skotin en því miður duttu þau ekki í þetta skiptið,“ sagði hann. Hrafn fékk dæmda á sig tæknivillu í blálok leiksins, eftir að Lewis Clinch hafði sett niður þriggja stiga körfuna. „Þegar þeir náðu að komast inn í sendinguna þá stígur hann [Ólafur Ólafsson] út af. Það hlýtur að vera nóg að hálf löppin á honum sé ekki inni á vellinum svo að dómarar í þriggja dómara kerfi sjái það,“ sagði Hrafn. „Ég missti mig aðeins. Það eru tilfinningar í þessum leik og ég bara trúði því ekki að þeir dæmdu hann ekki út af.“Ólafur: Ég tel mig ekki hafa stigið útaf Ólafur var kampakátur eins og búast mátti við eftir svona leik þar sem hann réðst á flautukörfu. „Þetta er bara gaman en það kom smá slag á okkur þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Við tókum leikhlé til að slípa okkur saman, ætluðum okkur að klára þetta og gerðum það.” Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk tæknivillu á sig eftir að Clinch skoraði sigurkörfu Grindavíkur þar sem að hann vildi meina að Ólafur hefði stigið út af áður en hann gaf á Bandaríkjamanninn í aðdraganda körfunnar. Sjálfur vil Ólafur meina annað. „Ég sá ekki hvort ég hafi stigið út af eða ekki. Ég tel mig ekki hafa stigið út af og þá steig ég ekki út af og við unnum leikinn.”Jóhann Þór: Við þurftum tvö, þrjú stopp í röð og það tókst Jóhann hrósaði mönnum sínum fyrir góðan karakter, enda náðu Grindvíkingar að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Fyrst og fremst er ég bara ánægðu að hafa unnið sterkt Stjörnulið sem er ekki búið að tapa leik í vetur. Það lýsir miklum karakter í liðinu og að við trúðum allan tímann að við myndum vinna leikinn.” Eins og fram hefur komið missir Grindavík niður forystu þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum Jóhann segir að það sé heillangur tími í körfubolta. „Við töluðum bara um að halda okkur í mómentinu. Við þurftum tvö, þrjú stopp í röð og það tókst.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“