Gleðja bágstödd börn í Úkraínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 09:45 Gríma Katrín Ólafsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir eru meðal sjálfboðaliða KFUM og K sem sjá um að ganga frá kössunum til sendingar. Fréttablaðið/Ernir Vísir/Ernir Það er fullt af skólahópum og fólki úr æskulýðsfélögum sem safna saman gjöfum í skókassa og koma með þá niður á Holtaveg 28 þar sem höfuðstöðvar KFUM og K eru. Þannig taka þeir þátt í því að gleðja bágstödd börn í Úkraínu. Margar eldri konur eru líka að prjóna ofan í kassana allt árið, þær koma til okkar með ótrúlega fallega hluti,“ segir Gríma Katrín Ólafsdóttir, einn af sjálfboðaliðum hjá KFUM og K sem vinna að verkefninu jól í skókassa. Í stað þess að eiga styrktarbarn úti í heimi taka hún og nokkrar stelpur sem hún þekkir þrjú þúsund kall frá í hverjum mánuði og leggja til hliðar til að geta keypt efni í kassana. „Þegar A4 er með stóra útsölu eftir að skólinn er búinn, þá fer ég og tæmi hillur!“ nefnir hún sem dæmi. Hún segir fólk geta komið allt árið með dót í skókassa á Holtaveginn. „En frá 5. til 12. nóvember eru sjálfboðaliðar hér að fara yfir gjafirnar og tryggja að kassarnir séu með sem líkustu innihaldi. Svo stöflum við þeim upp í gám sem Eimskip gefur okkur og sendum hann til Úkraínu. KFUM og K í Úrkaínu dreifir þeim á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra. Alltaf fara einhverjir frá Íslandi til að afhenda gáminn og fylgjast með útdeilingunni eftir megni,“ upplýsir Gríma. Jól í skókassa hefur verið árlegt verkefni frá árinu 2004 og alls hafa safnast rúmlega 50.000 kassar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Jólafréttir Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Það er fullt af skólahópum og fólki úr æskulýðsfélögum sem safna saman gjöfum í skókassa og koma með þá niður á Holtaveg 28 þar sem höfuðstöðvar KFUM og K eru. Þannig taka þeir þátt í því að gleðja bágstödd börn í Úkraínu. Margar eldri konur eru líka að prjóna ofan í kassana allt árið, þær koma til okkar með ótrúlega fallega hluti,“ segir Gríma Katrín Ólafsdóttir, einn af sjálfboðaliðum hjá KFUM og K sem vinna að verkefninu jól í skókassa. Í stað þess að eiga styrktarbarn úti í heimi taka hún og nokkrar stelpur sem hún þekkir þrjú þúsund kall frá í hverjum mánuði og leggja til hliðar til að geta keypt efni í kassana. „Þegar A4 er með stóra útsölu eftir að skólinn er búinn, þá fer ég og tæmi hillur!“ nefnir hún sem dæmi. Hún segir fólk geta komið allt árið með dót í skókassa á Holtaveginn. „En frá 5. til 12. nóvember eru sjálfboðaliðar hér að fara yfir gjafirnar og tryggja að kassarnir séu með sem líkustu innihaldi. Svo stöflum við þeim upp í gám sem Eimskip gefur okkur og sendum hann til Úkraínu. KFUM og K í Úrkaínu dreifir þeim á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra. Alltaf fara einhverjir frá Íslandi til að afhenda gáminn og fylgjast með útdeilingunni eftir megni,“ upplýsir Gríma. Jól í skókassa hefur verið árlegt verkefni frá árinu 2004 og alls hafa safnast rúmlega 50.000 kassar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira