Innlent

Draumur Benedikts, stólaleikurinn og kóngarnir á miðjunni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Það er vika liðin frá kosningum og enn hafa engir flokkar hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þáttastjórnendur Pendúlsins, Snærós Sindradóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og gestur þáttarins, Útsvars-tröllið Jóhann Óli Eiðsson, fóru yfir pólitísku ómöguleikana og spáðu fyrir um það hvaða leiðtogi mun fyrstur gefa eftir málefni sín.

Hvað sagði Benedikt í Viðreisn á fundinum með VG og Bjartri framtíð? Hvaða taktík hefði Samfylkingin átt að nota í kosningabaráttunni til að lifa af? Hver verður næsti forsætisráðherra? Ætla Píratar að leika pólitíska súkkulaðikúlu allt kjörtímabilið?

Að lokum, hinn víðfrægi stólaleikur. Hverjir skipta með sér mikilvægustu embættum nýrrar ríkisstjórnar? Allt þetta og meira til í Pendúlnum.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru brotnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október. Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunes, Pocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×