„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 13:30 Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. Íslenska liðið spilar fjórða leik sinn í undankeppni HM 2018 á móti Króötum í Zagreb laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í minningarnar frá umspilsleikjunum fyrir HM 2014 sem fram fóru haustið 2013. Tapið var mikið áfall fyrir strákana og margir leikmanna liðsins voru í lægð næstu mánuði á eftir. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaðist sá síðasti 2-0 á Maksimir-leikvanginum þrátt fyrir að íslenska liðið var manni fleiri stóran hluta leiksins. „Ég held að hver og einn leikmaður verði taka þessar minningar og nýta þær eins og er best fyrir hann sjálfan. Sumir munu örugglega spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför en aðrir vilja gleyma því,“ sagði Heimir. „Leikmenn fá bara að nýta þær minningar eins og vel og þeir geta. Ég held að þetta séu allt það miklir keppnismenn að þeir kunni að fara með tap,“ sagði Heimir. „Auðvitað sveið þetta í langan tíma en þessi leikur var samt sem áður vendipunktur fyrir íslenska liðið. Menn sáu hversu nálægt þeir voru að komast í lokakeppni. Það nýtti leikmennirnir sér og snéru aldrei til baka í næsta verkefni á eftir,“ sagði Heimir. „Þetta var því ekki bara neikvætt. Þetta var staðfesting á því hversu langt þetta landslið var komið á þessum tíma. Þeir nýttu sér það í næsta verkefni á eftir. Þetta voru ekki bara neikvæðar minningar,“ sagði Heimir. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira
Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. Íslenska liðið spilar fjórða leik sinn í undankeppni HM 2018 á móti Króötum í Zagreb laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í minningarnar frá umspilsleikjunum fyrir HM 2014 sem fram fóru haustið 2013. Tapið var mikið áfall fyrir strákana og margir leikmanna liðsins voru í lægð næstu mánuði á eftir. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaðist sá síðasti 2-0 á Maksimir-leikvanginum þrátt fyrir að íslenska liðið var manni fleiri stóran hluta leiksins. „Ég held að hver og einn leikmaður verði taka þessar minningar og nýta þær eins og er best fyrir hann sjálfan. Sumir munu örugglega spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför en aðrir vilja gleyma því,“ sagði Heimir. „Leikmenn fá bara að nýta þær minningar eins og vel og þeir geta. Ég held að þetta séu allt það miklir keppnismenn að þeir kunni að fara með tap,“ sagði Heimir. „Auðvitað sveið þetta í langan tíma en þessi leikur var samt sem áður vendipunktur fyrir íslenska liðið. Menn sáu hversu nálægt þeir voru að komast í lokakeppni. Það nýtti leikmennirnir sér og snéru aldrei til baka í næsta verkefni á eftir,“ sagði Heimir. „Þetta var því ekki bara neikvætt. Þetta var staðfesting á því hversu langt þetta landslið var komið á þessum tíma. Þeir nýttu sér það í næsta verkefni á eftir. Þetta voru ekki bara neikvæðar minningar,“ sagði Heimir.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Sjá meira