Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði fyrir leik okkar manna gegn Englandi á EM í Frakklandi í sumar að fram undan væri tækifæri til að breyta lífi landsliðsmannanna.
Eins og frægt er þá náði Ísland að vinna England í 16-liða úrslitum keppninnar og vakti afrek Íslands heimsathygli. Heimir vísaði í þau ummæli á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann tilkynnti leikmannahópinn fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2018.
Ísland og Króatía eru efst og jöfn í riðlinu með sjö stig hvort og Heimir segir að nú, rétt eins og fyrir leikinn gegn Englandi í sumar, er risatækifæri í boði.
„Eins og við sögðum fyrir leikinn gegn Englandi, þá verður að nýta tækifærin þegar þau koma. Þetta er eitt af þeim tækifærum og þetta er okkar stóra tækifæri,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í dag.
„Þetta er gríðarlega flott tækifæri og við ætlum að gera allt sem við getum til að eiga möguleika taka forystu í riðlinum.“
Hér fyrir neðan er bein textalýsing frá blaðamannafundi KSÍ í Laugardalnum
Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri
Tengdar fréttir

Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik.