Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Garðar Örn Úlfarsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 3. nóvember 2016 07:00 Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. vísir/ernir Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent