Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Garðar Örn Úlfarsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 3. nóvember 2016 07:00 Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. vísir/ernir Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira