Lífið

Gummi Ben og Eva Laufey elduðu fyrir starfsfólk 365 og þátturinn var frumsýndur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjör í eldhúsinu í morgun.
Fjör í eldhúsinu í morgun. vísir/eyþór/vilhelm
Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Þátturinn hefur göngu sína í kvöld og verður hann á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:45.

Eva Laufey og Gummi Ben elduðu fyrir starfsfólk 365 í hádeginu í dag og var í leiðinni fyrstu þátturinn frumsýndur. Mikið var hlegið og var starfsfólkið gríðarlega ánægt með útkomuna.

Þau buðu upp á himneskan piripiri kjúkling með sætum karöflum og jógúrtsósu og hefur Guðmundur Benediktsson greinilega lært töluvert af Evu.

Í hverjum þætti af Ísskápastríðinu fá þau Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómarar eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.

vísir/eyþór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×