Sport

Fá ekki greitt fyrir vinnu sína í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Þó svo það séu liðnir tveir og hálfur mánuður síðan Ólymíuleikunum í Ríó lauk er ekki enn búið að gera upp við hundruð verkamanna sem íhuga nú að fara í mál.

Á meðal þeirra sem eiga eftir að fá útborgað má nefna fólk sem vann sem kynnar á völlunum, sá um tónlistina og svo þeir sem skrifuðu fréttatilkynningar um allar íþróttir leikanna.

Allt þetta fólk íhugar nú hópmálsókn gegn skipuleggjendum leikanna enda fólkið orðið langþreytt á biðinni eftir peningunum.

Skipuleggjendur leikanna segja að ástæðan fyrir þessu sé sú að styrktaraðilar hafi ekki staðið við sitt. Því verði ekki hægt að greiða úr þessu fyrr en eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×