Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti stefnt í metgreiðslu biðlauna. vísir/valli Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti verið slegið met í heildarupphæð biðlauna. Þingmennirnir sem hætta eru 31 að tölu. Hver einasti þingmaður sem hefur setið eitt kjörtímabil á rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa setið í tvö kjörtímabil, eða lengur, eiga rétt á sex mánuðum.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.„Þetta er allt lögbundið og svo kemur það til frádráttar ef menn fara í önnur störf á þessum tíma,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Þetta verður eitthvað meira en venjulega en þetta hefur stundum verið mikið, það er 31 núna en voru að mig minnir 27 síðast, þannig að það er kannski ekki einhver stórmunur,“ segir Helgi. Þingfararkaup alþingismanna er 1,1 milljón króna eftir nýjan úrskurð kjararáðs sem tók gildi 30. október 2016. Sautján þingmenn sem hafa setið í tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánaða biðlaunum, sem nema þá 6,6 milljónum á mann. Þetta gerir samtals 112,2 milljónir króna. Fjórtán þingmenn hafa hins vegar setið eitt kjörtímabil og eiga því rétt á þriggja mánaða biðlaunum, sem nema þá 3,3 milljónum á mann eða 46,2 milljónum alls. Laun fyrrverandi ráðherra, sem bætast ofan á þingfararkaupið, eru þá ekki tekin með í reikninginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. Metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti verið slegið met í heildarupphæð biðlauna. Þingmennirnir sem hætta eru 31 að tölu. Hver einasti þingmaður sem hefur setið eitt kjörtímabil á rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa setið í tvö kjörtímabil, eða lengur, eiga rétt á sex mánuðum.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.„Þetta er allt lögbundið og svo kemur það til frádráttar ef menn fara í önnur störf á þessum tíma,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Þetta verður eitthvað meira en venjulega en þetta hefur stundum verið mikið, það er 31 núna en voru að mig minnir 27 síðast, þannig að það er kannski ekki einhver stórmunur,“ segir Helgi. Þingfararkaup alþingismanna er 1,1 milljón króna eftir nýjan úrskurð kjararáðs sem tók gildi 30. október 2016. Sautján þingmenn sem hafa setið í tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánaða biðlaunum, sem nema þá 6,6 milljónum á mann. Þetta gerir samtals 112,2 milljónir króna. Fjórtán þingmenn hafa hins vegar setið eitt kjörtímabil og eiga því rétt á þriggja mánaða biðlaunum, sem nema þá 3,3 milljónum á mann eða 46,2 milljónum alls. Laun fyrrverandi ráðherra, sem bætast ofan á þingfararkaupið, eru þá ekki tekin með í reikninginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00