Finnst gaman að útskýra fyrir öðrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 08:45 Julia og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Vigdís var verndari verðlaunanna og afhenti þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Mynd/Sigrún Björnsdóttir Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira