Kjarni máls Erling Freyr Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar