Benedikt kom báðum Þórsliðunum upp og nú mætast þau í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri. Vísir/Eyþór Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri
Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira