Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson Landsbankastjóri. vísir/Daníel Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52
Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28
Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18