Vill fá hvílu sjálfur hjá sínu svarta fé Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:30 Þeir félagarnir Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson á frumsýningu myndarinnar Svarta gengið í Bíói Paradís. Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016. Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“