Fékk mögulega gat á lunga en kláraði samt leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 14:30 Hér fær Gronkowski umrætt högg frá Thomas. Vísir/Getty Rob Gronkowski, innherji New England Patriots, fékk líklega gat á annað lungað sitt í leik liðsins gegn Seattle Seahawks aðfaranótt mánudags. Engu að síður kláraði hann leikinn. Hinn tröllvaxni Gronkowski fékk þungt högg þegar hann var tekinn niður af Earl Thomas, varnarmanni Seahawks, í leiknum. Hann hvíldi í næstu fimm leikkerfum Patriots en kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. „Þetta var ansi vænt högg - líklega það þyngsta sem ég hef fengið á mínum ferli. Það tel ég nokkuð víst,“ sagði Gronkowski eftir leikinn. Patriots hefur ekki staðfest að Gronkowski hafi fengið gat á lungað en það er engu að síður fullyrt í fjölmiðlum vestanhafs. Sjá einnig: Fengu far með Gronk án þess að vita af því „Það var svolítið erfitt að anda en þegar maður nær andanum aftur þá er þetta í góðu lagi. Það var ekkert ólöglegt við þetta - svona er íþróttin.“ Gronkowski fékk tækifæri til að tryggja Patriots sigur í leiknum en honum mistókst að grípa lokasendingu Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. Svo fór að Seahawks vann, 31-24. Sjá einnig: Patriots tapaði á heimavelli Þrátt fyrir að innherjinn sterki hafi klárað leikinn þykir líklegt að hann muni missa af leik Patriots gegn San Francisco 49ers á sunnudagskvöld.Hér má sjá myndband af atvikinu í leik helgarinnar. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira
Rob Gronkowski, innherji New England Patriots, fékk líklega gat á annað lungað sitt í leik liðsins gegn Seattle Seahawks aðfaranótt mánudags. Engu að síður kláraði hann leikinn. Hinn tröllvaxni Gronkowski fékk þungt högg þegar hann var tekinn niður af Earl Thomas, varnarmanni Seahawks, í leiknum. Hann hvíldi í næstu fimm leikkerfum Patriots en kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. „Þetta var ansi vænt högg - líklega það þyngsta sem ég hef fengið á mínum ferli. Það tel ég nokkuð víst,“ sagði Gronkowski eftir leikinn. Patriots hefur ekki staðfest að Gronkowski hafi fengið gat á lungað en það er engu að síður fullyrt í fjölmiðlum vestanhafs. Sjá einnig: Fengu far með Gronk án þess að vita af því „Það var svolítið erfitt að anda en þegar maður nær andanum aftur þá er þetta í góðu lagi. Það var ekkert ólöglegt við þetta - svona er íþróttin.“ Gronkowski fékk tækifæri til að tryggja Patriots sigur í leiknum en honum mistókst að grípa lokasendingu Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. Svo fór að Seahawks vann, 31-24. Sjá einnig: Patriots tapaði á heimavelli Þrátt fyrir að innherjinn sterki hafi klárað leikinn þykir líklegt að hann muni missa af leik Patriots gegn San Francisco 49ers á sunnudagskvöld.Hér má sjá myndband af atvikinu í leik helgarinnar.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira