Tækifæri sem verður að nýta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Heimir vill nýta Möltuleikinn sem best. vísir/epa Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Sjá meira