Modric var lykilskipting hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:30 Luka Modric þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir leikinn. Vísir/Getty Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira