Þar er því slegið upp að litla liðið sem hafi staðið fyrir utan sé orðið sigursælt og líklegt til afreka.
Í blöðunum er talað um að það verði erfitt verk hjá króatíska liðinu að brjóta Ísland niður. Króatar þurfi sinn besta leik til þess að leggja Ísland.
Einnig er spáð í byrjunarlið liðanna og króatísku blöðin gera ekki ráð fyrir því að Aron Einar Gunnarsson verði í íslenska liðinu. Sú spá mun líklega ekki ganga upp hjá þeim.
Króatar spá líka í hver verði frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Eitt blaðið spáir því að Viðar Örn Kjartansson verði í framlínunni en annað blað setur sinn pening á Arnór Smárason.
Svo er einnig talað um einvígi Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ivan Rakitic á miðjunni.
