Gylfi Þór ekkert alltof spenntur fyrir því að spila í framlínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson vill spila á miðjunni. vísir/anton brink Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira
Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira
Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00
Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00