Katla taldi öll Coco Pops-in í heilum kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donald Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:39 Katla segist vera mun rólegri í dag eftir talninguna sem hún lagðist í eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Vísir/Getty/Facebook Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn. Donald Trump Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn.
Donald Trump Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira