Erlent

Forseti Líberíu segist döpur yfir kosningasigri Trump

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sirleaf hefur sérstaklegar áhyggjur af viðskiptasamningum, fjárfestingum og öðrum málum sem Obama og svo Bush, fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, lögðu fyrir í sinni stjórnartíð.
Sirleaf hefur sérstaklegar áhyggjur af viðskiptasamningum, fjárfestingum og öðrum málum sem Obama og svo Bush, fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, lögðu fyrir í sinni stjórnartíð. Vísir/Getty
Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu og jafnframt fyrsti kvenforseti Afríku, er ein af fáum þjóðarleiðtogum sem hefur talað hreint og beint út um niðurstöðu forsetakosninga Bandaríkjanna. Independent greinir frá þessu.

Sirleaf segist vera  „mjög döpur“ yfir því að Hillary Clinton hafi ekki verið kosinn forseti Bandaríkjanna og nefnir að bandaríska þjóðin hafi þarna misst af mikilvægu tækifæri á því að hafa kvenkyns forseta. Þarna hefði bandaríska þjóðin átt möguleika á að eiga þátt í því að vinna gegn jaðarsetningu kvenna innan samfélagsins líkt og önnur minni lýðræðisríki hafa gert.

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Donald Trump kom mörgum á óvart og vann kosninguna með því að tryggja sér meirihluta kjörmanna. Sirleaf segist hafa miklar áhyggjur af sambandi Bandaríkjanna og annarra Afríkulanda í ljósi þessarar kosninganiðurstöðu.

Líbería var stofnuð á 19. öld af frelsuðum þrælum og hefur landið átt í nánum samskiptum við Bandaríkin síðan en nú ríkir óvissa um það hvernig Trump muni taka á þessum samskiptum.

Sirleaf hefur sérstaklega áhyggjur af viðskiptasamningum, fjárfestingum og öðrum málum sem Obama og svo Bush, fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, lögðu fyrir í sinni stjórnartíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×