Afþakkar 600 þúsund króna launahækkun og gagnrýnir kjararáð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Gunnar I. Birgisson segir Alþingi hljóta að breyta niðurstöðu kjararáðs. „Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta er ekki til eftirbreytni þannig að það var fljótafgreitt af minni hálfu,“ segir Gunnar I. Birgisson, sem afþakkað hefur mikla launahækkun sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs um 44 prósenta hækkun á þingfararkaupi áttu mánaðarlaun Gunnars að hækka um 600 þúsund krónur þar sem bæjarstjóralaunin taka mið af þingfararkaupinu. „Mér finnst þessi úrskurður vægast sagt sérkennilegur. Og það var bæði mín hugsun og niðurstaða að taka þetta ekki. Ég náttúrlega þekki ekki forsendurnar sem þetta fólk vinnur eftir en þetta er algerlega úr takti,“ segir Gunnar, sem tekur þó skýrt fram að hann hafi verið fylgjandi því að hækka laun alþingismanna. „En þetta er kannski of mikið í lagt. Menn hljóta að breyta þessu eitthvað, ég trúi ekki öðru. Ég veit bara ekki hvaða heimildir þingið hefur til að gera það en mér finnst þetta út úr kortinu,“ segir bæjarstjórinn. „Ég bara veit það ekki, ég hef nú ekkert verið að auglýsa þetta,“ svarar Gunnar aðspurður um viðbrögðin við ákvörðun hans. „Ég tilkynnti það bara launafulltrúanum að vera ekki að bæta þessu á mín laun.“ Laun annarra starfsmanna í Fjallabyggð og þóknanir bæjarfulltrúa eru ekki tengd þingfararkaupi. Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær var frestað afgreiðslu tillögu minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um að nýjasta ákvörðun kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. „Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum,“ bókaði minnihlutinn vegna frestunar meirihlutans sem vill bíða eftir útspili frá Alþingi eins og mörg sveitarfélög. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira