Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Kjósendur í Michigan bíða eftir því að geta kosið. Nordicphotos/AFP Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Samkvæmt þeim var Trump með 31 prósentustigs forskot á Hillary Clinton á meðal hvítra karlmanna sem ekki hafa lokið háskólaprófi. Forskotið var 27 prósentustig á meðal kvenna. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Hins vegar naut hann mun minna fylgis meðal svartra og spænskættaðra kjósenda. Ásamt því að bera sigur úr býtum í öllum þeim ríkjum sem Repúblikaninn Mitt Romney vann árið 2012 náði Trump að snúa miðvesturríkjunum Iowa, Wisconsin, Ohio og Arizona auk Pennsylvaníu og Flórída. Þar að auki lítur út fyrir að Trump vinni Michigan.Hlutfall atkvæða sem frambjóðendur fengu á meðal kjósenda ýmissa þjóðfélagshópa.Séu úrslit þeirra ríkja skoðuð eftir sýslum má sjá að Trump var með mun meira fylgi en Clinton í strjálbýlli sýslum en Clinton vann sigra í flestum stórborgum.Verksmiðjur og innflytjendurTrump keyrði kosningabaráttu sína á því að tala gegn fríverslunarsamningum á borð við NAFTA og lofaði því að endurvekja innlenda framleiðslu. Hann sagðist ætla að refsa bandarískum fyrirtækjum sem flyttu starfsemi sína úr landi og hét kjósendum því að endurvekja gamalgrónar starfsstéttir. Það var þessi boðskapur sem spilaði ef til vill inn í á meðal eldri íbúa miðvesturríkjanna, sem ólust upp við störf í risavöxnum verksmiðjum fyrirtækja á borð við General Motors. Samkvæmt útgönguspám kusu 65 prósent þeirra sem telja að fríverslunarsamningar kosti Bandaríkjamenn störf Trump, en 31 prósent Clinton. Hins vegar kusu 59 prósent þeirra sem voru á gagnstæðri skoðun Clinton en 35 prósent Trump. Þá benda stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum á það að ótti við lýðfræðilegar breytingar hafi átt stóran þátt í úrslitunum. Hlutfall hvítra í Bandaríkjunum minnkar jafnt og þétt samhliða hækkandi hlutfalli spænskættaðra og svartra Bandaríkjamanna. Allt frá því Trump tilkynnti um framboð sitt talaði hann fyrir hertri innflytjendastefnu og hefur hann ítrekað lofað því að reisa vegg á landamærunum við Mexíkó. Sú stefna hefur óumdeilanlega heillað þá sem hvað mest hræðast lýðfræðilegar breytingar. 64 prósent þeirra sem töldu innflytjendamál mikilvægasta kosningamálið kusu Trump en 32 prósent Clinton. Sömu sögu er að segja af þeim sem eru á því að flytja eigi ólöglega innflytjendur úr landi. 84 prósent þeirra kusu Trump en 14 prósent Clinton.Bandalag hinna gleymduFréttaveitan Reuters kemst einna best að orði um það bandalag kjósenda sem tryggði Trump sigurinn og kallar það „bandalag hinna gleymdu“. Í viðtali við Reuters segir Matt Borgers, formaður Repúblikanaflokksins í Ohio, að Trump hafi látið kjósendum líða eins og þeir skiptu máli. „Áður en Trump kom til sögunnar vorum við ekki að hlusta á þessa kjósendur,“ segir Borges. Washington Post kallar kosningarnar „hefndarstund hvítra verkamanna“. Greinir dagblaðið frá því að efnahagsstefna Bandaríkjanna hafi leikið hvíta karlmenn í verkamannastörfum grátt undanfarna áratugi. Hún hafi lækkað laun þeirra og fækkað störfum. Verksmiðjum og námum hafi verið lokað og störf flust úr landi. „Þessir kjósendur voru ekki þeir einu sem fannst hnattræn efnahagsstefna hafa skilið þá eftir, en þeir þróuðu með sér einna mesta biturð í garð stefnunnar,“ segir í Washington Post. Samkvæmt tölfræði stofnunarinnar CBPP hafa meðallaun hvítra karlmanna án háskólagráðu lækkað úr 45 þúsund Bandaríkjadölum í 37 þúsund ef tekið er tillit til verðbólgu. Bandalagið samanstendur eins og áður segir af hvítum, eldri, minna menntuðum kjósendum úr strjálbýlli sýslum. Í þeim markhópum sigraði Trump með yfirburðum. Enginn Repúblikani hefur fengið jafn hátt hlutfall atkvæða á meðal þeirra frá því Ronald Reagan gjörsigraði Walter Mondale árið 1984.Krufningunni hafnaðÍ kjölfar ósigurs Mitts Romney árið 2012 ákvað miðstjórn Repúblikanaflokksins að kryfja framboðið til þess að átta sig á því hvers vegna hann sigraði ekki. Afraksturinn var hundrað blaðsíðna skýrsla og var meginniðurstaðan sú að flokkurinn útilokaði of stóran hóp kjósenda, einkum svarta og spænskættaða. Þá var bent á að of fáir starfsmenn hefðu verið á götum barátturíkja og frammistaða í kappræðum þótti ófullnægjandi. Án þess að leiðrétta nokkur þessara mistaka vann Trump sigur á Clinton. Hann þótti hafa tapað í öllum kappræðum, hann hundsaði algjörlega hefðbundna uppbyggingu framboðs og sótti fylgi sitt að langmestu leyti til hvítra kjósenda. Ekki er víst að áherslur Trumps muni duga til sigurs í næstu kosningum eða í kosningunum þar á eftir þar sem hlutfall hvítra kjósenda fer minnkandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Samkvæmt þeim var Trump með 31 prósentustigs forskot á Hillary Clinton á meðal hvítra karlmanna sem ekki hafa lokið háskólaprófi. Forskotið var 27 prósentustig á meðal kvenna. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Hins vegar naut hann mun minna fylgis meðal svartra og spænskættaðra kjósenda. Ásamt því að bera sigur úr býtum í öllum þeim ríkjum sem Repúblikaninn Mitt Romney vann árið 2012 náði Trump að snúa miðvesturríkjunum Iowa, Wisconsin, Ohio og Arizona auk Pennsylvaníu og Flórída. Þar að auki lítur út fyrir að Trump vinni Michigan.Hlutfall atkvæða sem frambjóðendur fengu á meðal kjósenda ýmissa þjóðfélagshópa.Séu úrslit þeirra ríkja skoðuð eftir sýslum má sjá að Trump var með mun meira fylgi en Clinton í strjálbýlli sýslum en Clinton vann sigra í flestum stórborgum.Verksmiðjur og innflytjendurTrump keyrði kosningabaráttu sína á því að tala gegn fríverslunarsamningum á borð við NAFTA og lofaði því að endurvekja innlenda framleiðslu. Hann sagðist ætla að refsa bandarískum fyrirtækjum sem flyttu starfsemi sína úr landi og hét kjósendum því að endurvekja gamalgrónar starfsstéttir. Það var þessi boðskapur sem spilaði ef til vill inn í á meðal eldri íbúa miðvesturríkjanna, sem ólust upp við störf í risavöxnum verksmiðjum fyrirtækja á borð við General Motors. Samkvæmt útgönguspám kusu 65 prósent þeirra sem telja að fríverslunarsamningar kosti Bandaríkjamenn störf Trump, en 31 prósent Clinton. Hins vegar kusu 59 prósent þeirra sem voru á gagnstæðri skoðun Clinton en 35 prósent Trump. Þá benda stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum á það að ótti við lýðfræðilegar breytingar hafi átt stóran þátt í úrslitunum. Hlutfall hvítra í Bandaríkjunum minnkar jafnt og þétt samhliða hækkandi hlutfalli spænskættaðra og svartra Bandaríkjamanna. Allt frá því Trump tilkynnti um framboð sitt talaði hann fyrir hertri innflytjendastefnu og hefur hann ítrekað lofað því að reisa vegg á landamærunum við Mexíkó. Sú stefna hefur óumdeilanlega heillað þá sem hvað mest hræðast lýðfræðilegar breytingar. 64 prósent þeirra sem töldu innflytjendamál mikilvægasta kosningamálið kusu Trump en 32 prósent Clinton. Sömu sögu er að segja af þeim sem eru á því að flytja eigi ólöglega innflytjendur úr landi. 84 prósent þeirra kusu Trump en 14 prósent Clinton.Bandalag hinna gleymduFréttaveitan Reuters kemst einna best að orði um það bandalag kjósenda sem tryggði Trump sigurinn og kallar það „bandalag hinna gleymdu“. Í viðtali við Reuters segir Matt Borgers, formaður Repúblikanaflokksins í Ohio, að Trump hafi látið kjósendum líða eins og þeir skiptu máli. „Áður en Trump kom til sögunnar vorum við ekki að hlusta á þessa kjósendur,“ segir Borges. Washington Post kallar kosningarnar „hefndarstund hvítra verkamanna“. Greinir dagblaðið frá því að efnahagsstefna Bandaríkjanna hafi leikið hvíta karlmenn í verkamannastörfum grátt undanfarna áratugi. Hún hafi lækkað laun þeirra og fækkað störfum. Verksmiðjum og námum hafi verið lokað og störf flust úr landi. „Þessir kjósendur voru ekki þeir einu sem fannst hnattræn efnahagsstefna hafa skilið þá eftir, en þeir þróuðu með sér einna mesta biturð í garð stefnunnar,“ segir í Washington Post. Samkvæmt tölfræði stofnunarinnar CBPP hafa meðallaun hvítra karlmanna án háskólagráðu lækkað úr 45 þúsund Bandaríkjadölum í 37 þúsund ef tekið er tillit til verðbólgu. Bandalagið samanstendur eins og áður segir af hvítum, eldri, minna menntuðum kjósendum úr strjálbýlli sýslum. Í þeim markhópum sigraði Trump með yfirburðum. Enginn Repúblikani hefur fengið jafn hátt hlutfall atkvæða á meðal þeirra frá því Ronald Reagan gjörsigraði Walter Mondale árið 1984.Krufningunni hafnaðÍ kjölfar ósigurs Mitts Romney árið 2012 ákvað miðstjórn Repúblikanaflokksins að kryfja framboðið til þess að átta sig á því hvers vegna hann sigraði ekki. Afraksturinn var hundrað blaðsíðna skýrsla og var meginniðurstaðan sú að flokkurinn útilokaði of stóran hóp kjósenda, einkum svarta og spænskættaða. Þá var bent á að of fáir starfsmenn hefðu verið á götum barátturíkja og frammistaða í kappræðum þótti ófullnægjandi. Án þess að leiðrétta nokkur þessara mistaka vann Trump sigur á Clinton. Hann þótti hafa tapað í öllum kappræðum, hann hundsaði algjörlega hefðbundna uppbyggingu framboðs og sótti fylgi sitt að langmestu leyti til hvítra kjósenda. Ekki er víst að áherslur Trumps muni duga til sigurs í næstu kosningum eða í kosningunum þar á eftir þar sem hlutfall hvítra kjósenda fer minnkandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira