Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 12:22 Jón Gíslason er forstjóri Mast. Vísir Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. Þeir segja Matvælastofnun ekki hafa sinnt ábyrgðarhlutverki sínu og kalla eftir betra verklagi. Báðir fullyrða að aðbúnaður hjá þeim sé með besta móti. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa flestar stórverslanir landsins ákveðið að taka eggin úr sölu. Geir Gunnar Geirsson, eigandi Stjörnueggja, segist furða sig á vinnubrögðum MAST og þeirri linkind sem stofnunin hafi sýnt Brúneggjum. „Ég er ekki viss um að það sé skortur á eftirliti en ég veit ekki hvaða linka þetta er. Ég er sannfærður um það að ef við hefðum hagað okkur svona að það væri löngu búið að slá okkur af,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Þetta fólk, sem starfar við eftirlitið, virðist skorta þá reynslu að hafa starfað við þetta, og bara séð hvernig þetta er á blaði. Það yrði stór bót ef þetta fólk hefði starfað við þetta, kannski ekkert í 100 ár eins og ég, en þannig að það vissi um hvað málið snýst. Fólk verður að vita í hvorn endann fóðrið fer og hvaðan eggið kemur. Það væri mjög æskilegt. En þetta er náttúrulega svakaleg bilun að kerfið skuli ekki hafa tekið í taumana fyrr. Miklu fyrr.“ Aðspurður segir Geir aðbúnað hjá Stjörnueggjum með besta móti. „Við erum með helming af okkur fuglum, yfir 60 prósent, í lausagöngu. Hitt er í hefðbundnum búrum enn þá. Við erum að vinna að því að breyta öllu samkvæmt þessari nýju reglugerð sem á að taka gildi árið 2020.“ En hvernig getur fólk treyst því að aðbúnaður hjá ykkur sé í lagi, og ekki sambærilegur því sem viðgekkst hjá Brúneggjum? „Þarf ekki svolítið samviskulausa aðila að reka þetta með þessum stíl? Ég myndi að minnsta kosti ekki þola það að lenda í þessari stöðu. Ég er hræddur um að ég myndi ekki standa uppréttur á eftir. En auðvitað á þessi eftirlitsstofnun, en og hún á að heita, náttúrulega að sjá um þetta og hafa þessa hluti í lagi .Ef það koma upp svona mál þá á að nota strax þau úrræði sem eru til þess,“ segir Geir, og bætir við að þetta muni hafa veruleg áhrif á markaðinn. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúseggja, tekur í sama streng. „Ég er bara í losti. Það eru allir miður sín yfir þessu. Þetta er bara skelfilegt fyrir búgreinina sem slíka og skaðar okkur alla. Auðvitað lenda Brúnegg verst í þessu en þessi neikvæða umræða getur bitnað á okkur líka og getur dregið úr eggjaneysla,“ segir hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, tók hús á Nesbú í janúar síðastliðnum. Fréttina má sjá hér að neðan. Stefán fullyrðir að þær ábendingar sem fyrirtækinu hafi borist frá MAST hafi alltaf verið minni háttar. „En þetta mun hraða ferlinu hjá okkur að innleiða Þessa nýju landbúnaðarreglugerð, þannig að við verðum búin að innleiða það kerfi allt saman innan fárra missera.“ Tvö eggjabú eru með vottun frá Túni um lífrænan landbúnað, en það er Nesbú annars vegar og Sólheimar hins vegar. Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. Þeir segja Matvælastofnun ekki hafa sinnt ábyrgðarhlutverki sínu og kalla eftir betra verklagi. Báðir fullyrða að aðbúnaður hjá þeim sé með besta móti. Greint var frá því í Kastljósi í gær að fyrirtækið Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hefði verið verulega ábótavant. Málið hefur vakið verulegan óhug og hafa flestar stórverslanir landsins ákveðið að taka eggin úr sölu. Geir Gunnar Geirsson, eigandi Stjörnueggja, segist furða sig á vinnubrögðum MAST og þeirri linkind sem stofnunin hafi sýnt Brúneggjum. „Ég er ekki viss um að það sé skortur á eftirliti en ég veit ekki hvaða linka þetta er. Ég er sannfærður um það að ef við hefðum hagað okkur svona að það væri löngu búið að slá okkur af,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Þetta fólk, sem starfar við eftirlitið, virðist skorta þá reynslu að hafa starfað við þetta, og bara séð hvernig þetta er á blaði. Það yrði stór bót ef þetta fólk hefði starfað við þetta, kannski ekkert í 100 ár eins og ég, en þannig að það vissi um hvað málið snýst. Fólk verður að vita í hvorn endann fóðrið fer og hvaðan eggið kemur. Það væri mjög æskilegt. En þetta er náttúrulega svakaleg bilun að kerfið skuli ekki hafa tekið í taumana fyrr. Miklu fyrr.“ Aðspurður segir Geir aðbúnað hjá Stjörnueggjum með besta móti. „Við erum með helming af okkur fuglum, yfir 60 prósent, í lausagöngu. Hitt er í hefðbundnum búrum enn þá. Við erum að vinna að því að breyta öllu samkvæmt þessari nýju reglugerð sem á að taka gildi árið 2020.“ En hvernig getur fólk treyst því að aðbúnaður hjá ykkur sé í lagi, og ekki sambærilegur því sem viðgekkst hjá Brúneggjum? „Þarf ekki svolítið samviskulausa aðila að reka þetta með þessum stíl? Ég myndi að minnsta kosti ekki þola það að lenda í þessari stöðu. Ég er hræddur um að ég myndi ekki standa uppréttur á eftir. En auðvitað á þessi eftirlitsstofnun, en og hún á að heita, náttúrulega að sjá um þetta og hafa þessa hluti í lagi .Ef það koma upp svona mál þá á að nota strax þau úrræði sem eru til þess,“ segir Geir, og bætir við að þetta muni hafa veruleg áhrif á markaðinn. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúseggja, tekur í sama streng. „Ég er bara í losti. Það eru allir miður sín yfir þessu. Þetta er bara skelfilegt fyrir búgreinina sem slíka og skaðar okkur alla. Auðvitað lenda Brúnegg verst í þessu en þessi neikvæða umræða getur bitnað á okkur líka og getur dregið úr eggjaneysla,“ segir hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, tók hús á Nesbú í janúar síðastliðnum. Fréttina má sjá hér að neðan. Stefán fullyrðir að þær ábendingar sem fyrirtækinu hafi borist frá MAST hafi alltaf verið minni háttar. „En þetta mun hraða ferlinu hjá okkur að innleiða Þessa nýju landbúnaðarreglugerð, þannig að við verðum búin að innleiða það kerfi allt saman innan fárra missera.“ Tvö eggjabú eru með vottun frá Túni um lífrænan landbúnað, en það er Nesbú annars vegar og Sólheimar hins vegar.
Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28