Sport

Rodgers í banastuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers og Adams fagna snertimarki í nótt.
Rodgers og Adams fagna snertimarki í nótt. vísir/getty
Þegar fólk var farið að afskrifa Green Bay Packers þá steig leikstjórnandi liðsins, Aaron Rodgers, upp og sá til þess að liðið vann öruggan sigur, 27-13, á Philadelphia Eagles í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Rodgers kláraði 30 af 39 sendingum sínum í leiknum fyrir 313 jördum og 2 snertimörkum. Frammistaða sem minnti á manninn sem er búinn að taka Packers í úrslitakeppnina sjö ár í röð.

Útherji Packers, Davante Adams, átti stórleik. Greip bolta fyrir 113 jördum og skoraði tvö snertimörk.

Leikstjórnandi Eagles, Carson Wentz, kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 254 jördum. Hann sendi engan bolta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér.

Green Bay er nú 5-6 í deildinni rétt eins og Philadelphia.

Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×