Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Guðmundur Jörundsson segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Artikolo ehf. vísir Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00