Síldarglaðningur á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:00 Á diskinum er kryddlegin síld og síldartartar með soðnu eggi, kartöflum, rúgbrauði, þurrkuðum beltisþara, loðnuhrognum, dilli og svo brennivínsstaup. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira