Bjó til frumlegasta orðið á skraflmótinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 11:00 Katrínu Fjólu finnst stundum gaman að vera fín. Vísir/Vilhelm Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira
Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira