Finnur Freyr: Lélegasti leikur liðsins síðan ég tók við Kristinn Geir Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2016 22:46 Finnur Freyr var ekki par sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli